Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 13:28 Gylfi Arnbjörnsson lætur senn af embætti forseta ASÍ. fréttablaðið/eyþór Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira