Tólf milljónir frá utanríkisráðuneytinu vegna náttúruhamfara í Indónesíu Heimsljós kynnir 22. október 2018 10:00 Frá Indónesíu Rauði krossinn Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að bregðast við náttúruhamförunum í Indónesíu með því að leggja fram 100 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 12 milljónir króna. Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) ráðstafar framlaginu til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttir deildarstjóra mannúðaraðstoðar í utanríkisráðuneytinu má búast við að langan tíma taki að reisa við þau samfélög sem verst urðu úti í þessum náttúruhamförum og ljóst sé að þau þurfi umtalsverðan stuðning á meðan. „Stuðningurinn er veittur í samstarfi við heimamenn og samkvæmt viðbragðsáætlun sem gerð hefur verið og á að endurskoða að þremur mánuðum liðnum,“ segir Þórdís. Jarðskjálftar, sá stærsti 7,5 á Richter, sem riðu yfir miðhluta Sulawesi í Indónesíu 28. september og flóðbylgjan sem skall á ströndinni í kjölfarið, hafa þegar kostað að minnsta kosti 2.100 mannslíf. Ríflega 4.600 eru alvarlega slasaðir og tæplega 700 enn týndir. Líklegt er talið að þessar tölur eigi eftir að hækka. Hátt í 80 þúsund manns eru enn án heimilis. Auk fjárstuðningsins við OCHA er Ísland jafnframt með rammasamning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), sem er sérstakur sjóður undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum. Sjóðurinn er ætlaður til að bregðast við skyndilegu neyðarástandi og ráðuneytið leggur til 50 milljónir króna árlega í þann sjóð.OCHA IndónesíuÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að bregðast við náttúruhamförunum í Indónesíu með því að leggja fram 100 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 12 milljónir króna. Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) ráðstafar framlaginu til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttir deildarstjóra mannúðaraðstoðar í utanríkisráðuneytinu má búast við að langan tíma taki að reisa við þau samfélög sem verst urðu úti í þessum náttúruhamförum og ljóst sé að þau þurfi umtalsverðan stuðning á meðan. „Stuðningurinn er veittur í samstarfi við heimamenn og samkvæmt viðbragðsáætlun sem gerð hefur verið og á að endurskoða að þremur mánuðum liðnum,“ segir Þórdís. Jarðskjálftar, sá stærsti 7,5 á Richter, sem riðu yfir miðhluta Sulawesi í Indónesíu 28. september og flóðbylgjan sem skall á ströndinni í kjölfarið, hafa þegar kostað að minnsta kosti 2.100 mannslíf. Ríflega 4.600 eru alvarlega slasaðir og tæplega 700 enn týndir. Líklegt er talið að þessar tölur eigi eftir að hækka. Hátt í 80 þúsund manns eru enn án heimilis. Auk fjárstuðningsins við OCHA er Ísland jafnframt með rammasamning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), sem er sérstakur sjóður undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum. Sjóðurinn er ætlaður til að bregðast við skyndilegu neyðarástandi og ráðuneytið leggur til 50 milljónir króna árlega í þann sjóð.OCHA IndónesíuÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent