Ágæt gæsaveiði í Melasveit Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2018 08:46 Þrátt fyrir að það sé langt liðið á októbermánuð eru gæsaskyttur landsins iðnar við að sitja fyrir gæsum í ökrum landsins. Við erum að fá reglulegar fréttir héðan og þaðan af gæsaveiði en mest virðist vera að gerast á vesturlandi og suðurlandi. Eitt vinsælasta gæsaveiðisvæði vesturlands er í næsta nágrenni við borgina í Melasveit og þar hefur gæsaveiðin verið með ágætum þrátt fyrir að það stefndi í annað. Það var ekki mikil kornspretta á svæðinu og leit út fyrir að tímabilið færi til spillis en það hefur ræst eitthvað úr því samkvæmt fréttum af Facebooksíðu Iceland Outfitters sem selja leyfi á svæðið. Hópur sem var þar við veiðar í gær fékk 28 fugla og það hafa borist fréttir af og til þaðan af hópum með sambærilega veiði og stundum meira. Það virðist ennþá vera nokkuð af fugli á svæðinu svo það gæti vel farið svo að það verði hægt að veiða langt inní nóvember. Í fyrra fór fugl mjög snemma af Melunum vegna kulda og snjó en sem betur fer virðist spáin ætla að verða gæsaskyttum hliðholl þetta haustið. Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði
Þrátt fyrir að það sé langt liðið á októbermánuð eru gæsaskyttur landsins iðnar við að sitja fyrir gæsum í ökrum landsins. Við erum að fá reglulegar fréttir héðan og þaðan af gæsaveiði en mest virðist vera að gerast á vesturlandi og suðurlandi. Eitt vinsælasta gæsaveiðisvæði vesturlands er í næsta nágrenni við borgina í Melasveit og þar hefur gæsaveiðin verið með ágætum þrátt fyrir að það stefndi í annað. Það var ekki mikil kornspretta á svæðinu og leit út fyrir að tímabilið færi til spillis en það hefur ræst eitthvað úr því samkvæmt fréttum af Facebooksíðu Iceland Outfitters sem selja leyfi á svæðið. Hópur sem var þar við veiðar í gær fékk 28 fugla og það hafa borist fréttir af og til þaðan af hópum með sambærilega veiði og stundum meira. Það virðist ennþá vera nokkuð af fugli á svæðinu svo það gæti vel farið svo að það verði hægt að veiða langt inní nóvember. Í fyrra fór fugl mjög snemma af Melunum vegna kulda og snjó en sem betur fer virðist spáin ætla að verða gæsaskyttum hliðholl þetta haustið.
Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði