Blákolóttur lambhrútur vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2018 20:00 Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Nýlega var haldin fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra þar sem sauðfjárbændum komu með fallegasta féð sitt hvað varðar liti og létu dæma það. Litir í íslenska sauðfjárstofninum eru mjög fjölbreyttir og margir þeirra fallegir. Sauðfjárbændur klóra sér í höfðinu yfir blákolóttum hrúti sem kom fram á fjárlitasýningunni því liturinn þykir einstakur. Þá vakti hrúturinn Skrúður líka mikla athygli á en hann hefur tekið upp á því að setjast á rassinn í tíma og ótíma, sem sauðfé gerir yfirleitt ekki.Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár með Kol á fjárlitasýningunni á dögunum í Árbæjarhjáleigu.Vísir/Magnús Hlynur„Þetta er náttúrulega gullfallegt fé enda er þetta það úrval sem þeir koma með hingað. Þeir eru ágætir í þessum litum, ég hef voðalega gaman af litum. Það er nauðsynlegt að viðhalda litunum, það liggur í augum uppi, alveg eins og forystufénu, við megum ekki tapa úr þessu“, segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, fjárbóndi í Fljótshlíð. Arnhöfðótt fé eru í mestu uppáhaldi hjá honum, sérstaklega mórautt. Bjarni Eiríkur fékk hundrað og tuttugu lömb í vor, þar af fjögur hvít. Lambhrúturinn Skrúður frá bænum Búð í Þykkvabæ vakti athygli í Árbæjarhjáleigu því hann sat á rassinum á meðan hann beið eftir því að vera kallaður fram á fjárlitasýninguna. Það var þó eitt lamb sem stal senunni á sýningunni. „Þetta er blákolóttur hrútur frá Skarði í Landsveit. Þetta hét blákolótt í gamla daga, við sjáum nú ekki mikið af þessu og mjög sjaldan að við sjáum þetta svona röndótt eins og í þessum hrúti, ákaflega fallegt mynstur“, segir Páll Imsland, litasérfræðingur sauðfjár. Hrúturinn er kallaður Kolur þó honum hafi ekki verið gefið formlega nafn enn þá. Kolur verður settur á en Páll segist ekki vita hvort hann verði notaður eða ekki, það fari eftir því hvernig hann þuklast.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira