Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2018 19:30 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira