Gaddavír, rafmagnsgirðing, hreyfiskynjarar og öryggisverðir allan sólarhringinn gæta Ikea-geitarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 14:30 IKEA-geithafurinn kominn á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega. IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega.
IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26