Skrásetur stundir í Kling og Bang Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. október 2018 10:00 Sara Riel leyfir hendinni að ráða ferð. Mynd/Lilja Birgisdóttir Sara Riel opnar í dag sýningu sína Sjálfvirk/Automatic í Kling og Bang. Sara sýnir teikningar, málverk og skúlptúra, auk þess sem hún verður með daglegan gjörning í rýminu og gefur út bók tengda sýningunni. Hún segir sýninguna vera flókna og viðamikla og hafa verið í maríneringu í tæp þrjú ár. Sara notast við aðferð tengda sjálfvirkum skrifum (e. automatic writing), bragð sem súrrealistarnir gerðu frægt á sínum tíma. Hún segir að ferlið sem hafi leitt hana að þessari aðferð hafi byrjað þegar hún hélt sýninguna Memento Mori – Náttúrugripasafn í Listasafni Íslands árið 2016. Þar skoðaði hún raunheiminn, flokkaði og endurraðaði. Eftir að hafa klárað náttúruna færðist áhugi hennar yfir á geometríu og úr varð sýningin onetonine. Þar með hafði hún fært sig úr þessu fígúrítíva og yfir í óhlutbundnari pælingar. „Eftir þá sýningu gaf bakið sig – ég var með brjósklos og gat ekki labbað, gat ekki sofið. Ég fékk innlögn á Heilsustofnun í Hveragerði. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er því sú að ég tel að umhverfi þitt og ástand hafi áhrif á hvað þú gerir.“ Dagskráin á Heilsustofnuninni fól í sér göngutúr þar sem Sara hlustaði mikið á hljóðbækur og meðal annars bók Kay Larson um John Cage – þar komst hún í snertingu við hugmyndir hans um að „everything goes“, láta hlutina flæða og ekki snerta við því sem kemur út úr því. Þaðan segist Sara hafa fengið þann vana sinn að setjast niður eftir göngutúrana, hlusta á tónlist og skrásetja það sem hún heyrði. „Hver plata var ein teikning. Ég er ekki að fylgja texta: ég er að fylgja melódíu eða sándi þegar ég að skrá þetta – þetta eru ekki myndskreytingar. Í gegnum þessar æfingar varð sýningin Graphic Score í Mengi til en líka þessi myndheimur, þessi lína?… þessi endalausa botnlausa lína sem ég virðist geta gripið til og gerir mér kleift að setjast niður og vera ekki ógnað af hvíta blaðinu. Það þarf að vera göngutúr, sundferð eða að ég geri þetta á morgnana – þessi orka, þar sem maður er rólegri, rólegri í líkamanum og maður getur sest niður – þá fer höndin af stað.“ Sýningin Graphic Score opnaði þessa nálgun og þennan myndheim hjá Söru sem verður sýndur nú í Kling og Bang. Síðar fór liturinn að koma inn í þetta, svo fór hún að rista teikningarnar með leiser í gler – þar gat hún farið að varpa skuggum. Einnig verður hún sjálf teiknandi á sýningunni á hverjum degi. „Þegar þú kemur inn á sýninguna er þar borð og stóll – þar teikna ég. Það er í rauninni það fyrsta sem þú sérð. Þarna verð ég alla daga frá 12-15 að teikna, nema sunnudaga. Það verður allt tekið upp og sú stund spiluð á „playback“ þar til ég geri næstu „session“. Því verður svo varpað inn í rýmið.“ Verkin á sýningunni eru óhlutbundin en Sara segir þau þó vera eins og skýin sem fólk les gjarnan fígúratívt í. „Þetta snýst um að koma upp úr djúpinu einhverjum tilfinningum eða skrásetja þessar stundir sem ég á. Öll verkin heita Stundir með 0.3 teiknipenna eða Stundir með fimm litum og grafít. Ég vil heldur ekki segja áhorfandanum hvað hann á að hugsa – þetta er skrásetning á einhverri stund sem ég á með þessum efnum, í þessu ástandi og út úr því kemur það sem kemur. Narratívan er teikniæfingar, hin daglega iðkun og skrásetning á þessum stundum – vonandi er það endurvörpun á minni tilveru, eða minni sál, því það er það eina sem ég hef upp á að bjóða.“ Bókin skrásetur öll verkin á sýningunni og er 158 blaðsíður. Sara hannaði bókina ásamt Ármanni Árnasyni og Kristín Eiríksdóttir rithöfundur sér um textann. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 17. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sara Riel opnar í dag sýningu sína Sjálfvirk/Automatic í Kling og Bang. Sara sýnir teikningar, málverk og skúlptúra, auk þess sem hún verður með daglegan gjörning í rýminu og gefur út bók tengda sýningunni. Hún segir sýninguna vera flókna og viðamikla og hafa verið í maríneringu í tæp þrjú ár. Sara notast við aðferð tengda sjálfvirkum skrifum (e. automatic writing), bragð sem súrrealistarnir gerðu frægt á sínum tíma. Hún segir að ferlið sem hafi leitt hana að þessari aðferð hafi byrjað þegar hún hélt sýninguna Memento Mori – Náttúrugripasafn í Listasafni Íslands árið 2016. Þar skoðaði hún raunheiminn, flokkaði og endurraðaði. Eftir að hafa klárað náttúruna færðist áhugi hennar yfir á geometríu og úr varð sýningin onetonine. Þar með hafði hún fært sig úr þessu fígúrítíva og yfir í óhlutbundnari pælingar. „Eftir þá sýningu gaf bakið sig – ég var með brjósklos og gat ekki labbað, gat ekki sofið. Ég fékk innlögn á Heilsustofnun í Hveragerði. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er því sú að ég tel að umhverfi þitt og ástand hafi áhrif á hvað þú gerir.“ Dagskráin á Heilsustofnuninni fól í sér göngutúr þar sem Sara hlustaði mikið á hljóðbækur og meðal annars bók Kay Larson um John Cage – þar komst hún í snertingu við hugmyndir hans um að „everything goes“, láta hlutina flæða og ekki snerta við því sem kemur út úr því. Þaðan segist Sara hafa fengið þann vana sinn að setjast niður eftir göngutúrana, hlusta á tónlist og skrásetja það sem hún heyrði. „Hver plata var ein teikning. Ég er ekki að fylgja texta: ég er að fylgja melódíu eða sándi þegar ég að skrá þetta – þetta eru ekki myndskreytingar. Í gegnum þessar æfingar varð sýningin Graphic Score í Mengi til en líka þessi myndheimur, þessi lína?… þessi endalausa botnlausa lína sem ég virðist geta gripið til og gerir mér kleift að setjast niður og vera ekki ógnað af hvíta blaðinu. Það þarf að vera göngutúr, sundferð eða að ég geri þetta á morgnana – þessi orka, þar sem maður er rólegri, rólegri í líkamanum og maður getur sest niður – þá fer höndin af stað.“ Sýningin Graphic Score opnaði þessa nálgun og þennan myndheim hjá Söru sem verður sýndur nú í Kling og Bang. Síðar fór liturinn að koma inn í þetta, svo fór hún að rista teikningarnar með leiser í gler – þar gat hún farið að varpa skuggum. Einnig verður hún sjálf teiknandi á sýningunni á hverjum degi. „Þegar þú kemur inn á sýninguna er þar borð og stóll – þar teikna ég. Það er í rauninni það fyrsta sem þú sérð. Þarna verð ég alla daga frá 12-15 að teikna, nema sunnudaga. Það verður allt tekið upp og sú stund spiluð á „playback“ þar til ég geri næstu „session“. Því verður svo varpað inn í rýmið.“ Verkin á sýningunni eru óhlutbundin en Sara segir þau þó vera eins og skýin sem fólk les gjarnan fígúratívt í. „Þetta snýst um að koma upp úr djúpinu einhverjum tilfinningum eða skrásetja þessar stundir sem ég á. Öll verkin heita Stundir með 0.3 teiknipenna eða Stundir með fimm litum og grafít. Ég vil heldur ekki segja áhorfandanum hvað hann á að hugsa – þetta er skrásetning á einhverri stund sem ég á með þessum efnum, í þessu ástandi og út úr því kemur það sem kemur. Narratívan er teikniæfingar, hin daglega iðkun og skrásetning á þessum stundum – vonandi er það endurvörpun á minni tilveru, eða minni sál, því það er það eina sem ég hef upp á að bjóða.“ Bókin skrásetur öll verkin á sýningunni og er 158 blaðsíður. Sara hannaði bókina ásamt Ármanni Árnasyni og Kristín Eiríksdóttir rithöfundur sér um textann. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 17.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira