Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. október 2018 22:09 Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09