Einbýlishús alelda á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 16:09 Frá vettvangi á Selfossi í dag. Mikinn reyk leggur frá húsinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknaði í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi. Lögregla á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi lögreglu vegna rannsóknar á eldsupptökum. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Þeirra er nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, flytur fréttir af vettvangi í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18:30. Sjá hér. Viðbragðsaðilar frá Selfossi og Hveragerði hafa verið að athafna sig á vettvangi en húsið var alelda þegar slökkviliðsmenn mættu á staðinn um fjögur í dag. Reykkafarar hafa átt erfitt með að athafna sig sökum hita, auk þess að litlar sprengingar hafa orðið, að því er fram kemur í máli Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra. Lögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Pétur segir enn fremur að reykköfurum hafi reynst erfitt að athafna sig á efri hæð hússins, þar sem talið er að gólfið gæti hrunið.Fréttin var uppfærð klukkan 18:35.Vísir/Magnús HlynurVísir/Magnús Hlynur Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknaði í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi. Lögregla á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi lögreglu vegna rannsóknar á eldsupptökum. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Þeirra er nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, flytur fréttir af vettvangi í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18:30. Sjá hér. Viðbragðsaðilar frá Selfossi og Hveragerði hafa verið að athafna sig á vettvangi en húsið var alelda þegar slökkviliðsmenn mættu á staðinn um fjögur í dag. Reykkafarar hafa átt erfitt með að athafna sig sökum hita, auk þess að litlar sprengingar hafa orðið, að því er fram kemur í máli Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra. Lögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Pétur segir enn fremur að reykköfurum hafi reynst erfitt að athafna sig á efri hæð hússins, þar sem talið er að gólfið gæti hrunið.Fréttin var uppfærð klukkan 18:35.Vísir/Magnús HlynurVísir/Magnús Hlynur
Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira