Þriðjungur ellilífeyrisþega hefur ekki tök á að hætta að vinna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2018 20:45 Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. Þetta kemur fram í nýju efnahagsyfirliti sem VR sendi frá sér í dag og byggir á tölum frá hagstofu Evrópusambandsins. Þar kemur einnig fram að starfsævi Íslendinga er ellefu árum lengri en annarra Evrópubúa. Íslenskir karlmenn eru tíu og hálfu ári lengur á vinnumarkaði en karlmenn í Evrópusambandslöndum en átta árum lengur en á Norðurlöndunum. Konur á íslenskum vinnumarkaði vinna örlítið skemur en karlmenn en engu að síður tólf árum lengur en konur í Evrópusambandslöndum og tæpum sjö árum lengur ef miðað er við Norðurlöndin. Heildarstarfsævi karla er tæp 49 ár en kvenna 45 ár hér á landi. Viðar Ingólfsson, hagfræðingur hjá VR, segir kannanir sýna að Íslendingar vinni þrátt fyrir að vera komin á ellilífeyrisaldur til að drýgja tekjurnar. „Ef við horfum til dæmis á Noreg þá virðist meiri hluti þeirra sem vinna þar eftir töku lífeyris vinna því þau hafa gaman af því. Stór hluti Íslendinga vinnur líka því það er gaman, en stærsti parturinn vinnur eingöngu vegna þess að það þarf að drýgja tekjurnar," segir hann. Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. Þetta kemur fram í nýju efnahagsyfirliti sem VR sendi frá sér í dag og byggir á tölum frá hagstofu Evrópusambandsins. Þar kemur einnig fram að starfsævi Íslendinga er ellefu árum lengri en annarra Evrópubúa. Íslenskir karlmenn eru tíu og hálfu ári lengur á vinnumarkaði en karlmenn í Evrópusambandslöndum en átta árum lengur en á Norðurlöndunum. Konur á íslenskum vinnumarkaði vinna örlítið skemur en karlmenn en engu að síður tólf árum lengur en konur í Evrópusambandslöndum og tæpum sjö árum lengur ef miðað er við Norðurlöndin. Heildarstarfsævi karla er tæp 49 ár en kvenna 45 ár hér á landi. Viðar Ingólfsson, hagfræðingur hjá VR, segir kannanir sýna að Íslendingar vinni þrátt fyrir að vera komin á ellilífeyrisaldur til að drýgja tekjurnar. „Ef við horfum til dæmis á Noreg þá virðist meiri hluti þeirra sem vinna þar eftir töku lífeyris vinna því þau hafa gaman af því. Stór hluti Íslendinga vinnur líka því það er gaman, en stærsti parturinn vinnur eingöngu vegna þess að það þarf að drýgja tekjurnar," segir hann.
Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira