Til skoðunar að setja þak á leiguverð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2018 11:30 Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía. Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53
Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30