Lífið

Fólkið á Airwaves: Öðruvísi og nánari hátíð

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Lisette og Ilonka sátu og voru að hlýja sér yfir kaffibolla þegar að blaðamaður sveif á þær.
Lisette og Ilonka sátu og voru að hlýja sér yfir kaffibolla þegar að blaðamaður sveif á þær. Vísir/Þórhildur Erla
Ilonka og Lisette frá Hollandi voru að hlýja sér yfir kaffibolla áður en að þær héldu út í rigninguna til þess að sjá næstu hljómsveit.

Þetta er fyrsta heimsókn Lisette til Íslands en þriðja skiptið sem Ilonka sækir landið heim. Þetta er aftur á móti fyrsta Airwaves hátíð þeirra beggja. Airwaves hátíðin hafði lengi verið á lista hjá Ilonku yfir þær tónlistarhátíðir sem hún vildi fara á.

„Mér finnst heillandi að fara á tónleika í bókabúð, í 12 tónum og á litlum börum. Þetta er öðruvísi og nánari hátíð en margar aðrar tónlistarhátíðir,“ segir Ilonka. Hún var búin að kynna sér nokkrar hljómsveitir áður en hún kom hingað. „Ég vildi ekki hlusta á of mikið heldur frekar láta tónlistina koma mér á óvart og uppgötva eitthvað nýtt,“ segir Ilonka.

Lisette hafði aldrei komið áður til Íslands.

„Þegar Ilonka sagði mér að hún ætlaði að fara á Airwaves þá hugsaði ég: já af hverju ekki og ákvað að skella mér með henni og hérna er ég,“ segir Lisette.


Tengdar fréttir

Fólkið á Airwaves: Spenntust að sjá Ásgeir og Júníus

CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hún kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×