Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 16:29 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar.
Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira