Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2018 21:15 Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“ Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59