Áætluð breyting skammgóður vermir sem leysi ekki vandann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Hluti eftirlitsdýralæknanna er ráðinn inn tímabundið í sláturtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira