Innlent

Fresta flutningi fjölskyldu úr landi vegna tafa

Sveinn Arnarsson skrifar
Fjölskyldan verður ekki send til baka.
Fjölskyldan verður ekki send til baka. Fréttablaðið/Ernir
Brottflutningur kúrdísku dýralæknanna Mardin Azeez og Didar Farid Kareem, sem Fréttablaðið fjallaði um í byrjun október, hefur verið frestað og fær umsókn þeirra um hæli hér á landi efnislega meðferð hjá Útlendingastofnun.

Hjónin Mardin Azeez Mohamm­ed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. Didar er svo komin 19 vikur á leið með sitt annað barn.

„Við komum til Íslands og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði,“ sagði Didar við Fréttablaðið.

Kærunefnd útlendingamála tók málið til meðferðar og úrskurðaði að þar sem hjónin væru búin að vera hér lengur en tólf mánuði ættu þau rétt á efnislegri meðferð hér á landi.

„Framkvæmd Útlendingastofnunar um að vísa frá landi fólki sem hefur verið í stjórnsýslumeðferð meira en 12 mánuði hefur verið varhugaverð hingað til. Þannig að við fögnum afstöðu kærunefndar og bindum vonir við að Útlendingastofnun fari að þessu nýja fordæmi,“ segir Cladie Ashonie Wilson, lögmaður hjónanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×