Rústik greiðir laun: „Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2018 22:20 Veitingastaðurinn Rústik, sem nú hefur verið lokað. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“ Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“
Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00