Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 19:00 Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta. Strand í Helguvík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta.
Strand í Helguvík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira