15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 3. nóvember 2018 21:00 Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15
Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10