Hundur skaut eiganda sinn í bringuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 14:55 Charlie, sem skaut eiganda sinn, er Rottweiler-blendingur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“ Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“
Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira