Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. nóvember 2018 05:15 Mikill leki er komið að sementbirgðaskipinu Fjordvik sem rak upp í hafnargarðinn að Helguvíkurhöfn í nótt Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira