Ívar: Íslenskir leikmenn þurfa að taka meiri ábyrgð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 18:19 Ívar er landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta vísir/daníel Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, segir fleiri íslenska leikmenn þurfa að spila ábyrgðarhlutverk í sínum félagsliðum. Íslenska landsliðið tapaði 52-82 fyrir því slóvakíska í Laugardalshöll í dag. „Ég er svekktur með þetta stóra tap því við vorum í þrjá leikhluta að gera mjög vel. Þetta er full stórt tap, maður hefði kannski sætt sig við 10-15 stiga tap, það hefði kannski verið sanngjarnt,“ sagði Ívar í leikslok. Íslenska liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í undankeppni EM til þessa. „Við vorum fljótar að brotna og þær skora 12-0 í byrjun fjórða, þá var leikurinn búinn.“ „Mér fannst við vera að spila vel fyrstu þrjá leikhlutana og gera vel. Vandamálið er bara það að okkur vantar fleiri leikmenn sem geta búið eitthvað til. Helena var sú eina sem var að búa til og hún var orðin þreytt í lokin.“ „Við þurfum fleiri leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir okkur. Ég hef bent á það að þetta er erfitt fyrir okkur, þegar við horfum á íslensku deildina og 90 prósent af liðunum eru með Kana sem skorar 40-50 stig í leik. Það eru fáir íslenskir leikmenn sem bera einhverja ábyrgð í þessum liðum og því þarf að breyta. Íslenskir leikmenn þurfa að stíga upp.“ Ívar vildi þó ekki að orð sín yrðu túlkuð þannig að banna ætti Bandaríkjamenn í íslensku deildinni. „Það líka styrkir deildina og gerir aðra betri. En við þurfum samt sem áður að setja meiri ábyrgð á íslensku leikmennina. Ekki alltaf treysta á að Kanarnir klári hvern einasta leik. Við þurfum að fá fleiri íslenska leikmenn sem eru að taka ábyrgð.“ „Við erum með stelpur sem geta spottað upp og skotið og svoleiðis en þá vantar okkur leikmenn sem geta búið eitthvað til fyrir þær.“ Hvað þarf Ívar að leggja áherslu á á æfingum næstu daga fyrir lokaleikinn gegn Bosníu á miðvikudag. „Við þurfum í fyrsta lagi að lengja líftíma okkar. Við þurfum að finna lausnir í sókninni og geta búið til eitthvað meira í sókninni en það sem Helena er að búa til, það þurfa fleiri að búa til færi fyrir okkur. Við verðum svolítið einhæf að það sé bara einn maður að búa eitthvað til, það þurfa fleiri að stíga upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum