„Valsararnir voru bara betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:12 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld. „Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
„Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira