„Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:02 Kristinn Pálsson var öflugur í Valsliðinu í kvöld. Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson skoraði 15 stig fyrir Íslandsmeistara Vals er liðið vann mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindasóli í síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fyrir jól. „Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum. Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
„Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum.
Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira