Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. nóvember 2018 22:27 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37