Þriðjungur ungs fólks ekki lesið bók til gamans síðasta árið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2018 14:44 Jólin eru framundan en þá grípa margir Íslendingar í bækur. vísir/getty Rúmlega tveir af hverjum þremur (68%) hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en nær helmingur landsmanna (42%) sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR á lestrarvenjum landsmanna sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember. Athygli vekur að tæplega þriðjungur ungs fólks hefur ekki lesið sér til gamans undanfarið ár. Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.Konur líklegri en karlar Alls kváðust 16% landsmanna að jafnaði lesa sér til skemmtunar daglega en 19% kváðust lesa 2-6 sinnum í viku og 7% vikulega. Þá kváðust önnur 7% að meðaltali lesa sér til gamans 2-3 sinnum í mánuði, 7% einu sinni í mánuði og 19% sjaldnar en mánaðarlega. Konur (74%) reyndust líklegri en karlar (62%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en karlar (31%) voru líklegri en konur (18%) til að segjast ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir sama tímabil. Þá jókst lestur í takt við hækkandi aldur en af þeim 68 ára og eldri kváðust 84% hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, samanborið við einungis 55% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Svarendur í yngsta aldurshópi voru þó líklegust allra aldurshópa til að segjast einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku (14%). Þá kváðust 31% þeirra á aldrinum 18-29 ára og 28% þeirra á aldrinum 30-39 ára ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum, samanborið við 21% þeirra á aldrinum 50-67 ára og 11% þeirra 68 ára og eldri.Meira lesið úti á landi Svarendur á landsbyggðinni (70%) reyndust líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (66%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en 10% svarenda sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu kváðust eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum sér til skemmtunar yfir síðastliðið ár, samanborið við 3% þeirra af landsbyggðinni. Lestur til skemmtunar, bæði á bókum á íslensku og á öðrum tungumálum, jókst með aukinni menntun sem og með auknum heimilistekjum. Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna (88%) reyndist líklegast til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en stuðningsfólk Pírata (14%) og Framsóknarflokks (12%) reyndust líklegust til að segjast eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku. Hlutfall þeirra sem sögðust ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði reyndist hæst hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (37%) og Miðflokks (31%) en lægst hjá stuðningsfólki Vinstri grænna (5%). Konur (48%) voru einnig líklegri en karlar (36%) til að segjast að jafnaði lesa bækur vikulega eða oftar en karlar (50%) voru líklegri en konur (59%) til að segjast lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa vikulega eða oftar jókst með aldri en 73% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust lesa vikulega eða oftar, samanborið við einungis 27% þeirra yngstu (18-29 ára). Þá kváðust 55% svarenda 18-29 ára og 50% þeirra 30-49 ára lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa sér til skemmtunar að jafnaði í hverri viku eða oftar jókst með aukinni menntun og heimilistekjum en lítinn mun var að sjá á tíðni lesturs eftir búsetu.Vinstri græn lesa mest Stuðningsfólk Vinstri grænna (52%) og Framsóknarflokks (49%) voru líklegust til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar í hverri viku eða oftar en stuðningsfólk Miðflokks (33%) og Flokks fólksins (35%) reyndust ólíklegust. Þá reyndist stuðningsfólk Miðflokks líklegast til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei (56%).Könnunin fór fram dagana 8. til 12. nóvember og náði til 1048 einstaklinga sem valdir voru handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Bókmenntir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Rúmlega tveir af hverjum þremur (68%) hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en nær helmingur landsmanna (42%) sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR á lestrarvenjum landsmanna sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember. Athygli vekur að tæplega þriðjungur ungs fólks hefur ekki lesið sér til gamans undanfarið ár. Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.Konur líklegri en karlar Alls kváðust 16% landsmanna að jafnaði lesa sér til skemmtunar daglega en 19% kváðust lesa 2-6 sinnum í viku og 7% vikulega. Þá kváðust önnur 7% að meðaltali lesa sér til gamans 2-3 sinnum í mánuði, 7% einu sinni í mánuði og 19% sjaldnar en mánaðarlega. Konur (74%) reyndust líklegri en karlar (62%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en karlar (31%) voru líklegri en konur (18%) til að segjast ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir sama tímabil. Þá jókst lestur í takt við hækkandi aldur en af þeim 68 ára og eldri kváðust 84% hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, samanborið við einungis 55% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Svarendur í yngsta aldurshópi voru þó líklegust allra aldurshópa til að segjast einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku (14%). Þá kváðust 31% þeirra á aldrinum 18-29 ára og 28% þeirra á aldrinum 30-39 ára ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum, samanborið við 21% þeirra á aldrinum 50-67 ára og 11% þeirra 68 ára og eldri.Meira lesið úti á landi Svarendur á landsbyggðinni (70%) reyndust líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (66%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en 10% svarenda sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu kváðust eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum sér til skemmtunar yfir síðastliðið ár, samanborið við 3% þeirra af landsbyggðinni. Lestur til skemmtunar, bæði á bókum á íslensku og á öðrum tungumálum, jókst með aukinni menntun sem og með auknum heimilistekjum. Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna (88%) reyndist líklegast til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en stuðningsfólk Pírata (14%) og Framsóknarflokks (12%) reyndust líklegust til að segjast eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku. Hlutfall þeirra sem sögðust ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði reyndist hæst hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (37%) og Miðflokks (31%) en lægst hjá stuðningsfólki Vinstri grænna (5%). Konur (48%) voru einnig líklegri en karlar (36%) til að segjast að jafnaði lesa bækur vikulega eða oftar en karlar (50%) voru líklegri en konur (59%) til að segjast lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa vikulega eða oftar jókst með aldri en 73% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust lesa vikulega eða oftar, samanborið við einungis 27% þeirra yngstu (18-29 ára). Þá kváðust 55% svarenda 18-29 ára og 50% þeirra 30-49 ára lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa sér til skemmtunar að jafnaði í hverri viku eða oftar jókst með aukinni menntun og heimilistekjum en lítinn mun var að sjá á tíðni lesturs eftir búsetu.Vinstri græn lesa mest Stuðningsfólk Vinstri grænna (52%) og Framsóknarflokks (49%) voru líklegust til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar í hverri viku eða oftar en stuðningsfólk Miðflokks (33%) og Flokks fólksins (35%) reyndust ólíklegust. Þá reyndist stuðningsfólk Miðflokks líklegast til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei (56%).Könnunin fór fram dagana 8. til 12. nóvember og náði til 1048 einstaklinga sem valdir voru handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Bókmenntir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira