Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2018 10:49 Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, hefur farið fram á flýtimeðferð í máli sem tekur til stefnu hennar á hendur SÍ vegna brottreksturs skjólstæðings hennar. Framsýn stéttarfélag á Húsavík fordæmir ólýðræðisleg vinnubrögð trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands sem snúa að brottrekstri Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Og að með því sé komið í veg fyrir framboð hennar til stjórnar á komandi aðalfundi SÍ. Þetta kemur fram í afar harðorðri yfirlýsingu Framsýnar sem stéttarfélagið birti nú fyrir hádegi.Hefur stefnt SÍ vegna brottrekstursins Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, sem er sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur lagt fram stefnu í félagsdómi á hendur SÍ fyrir að hafa með ólögmætum hætti vikið henni úr félaginu. Stundin greindi frá þessu í gær en stefnan byggir á því að stjórnin hafi brotið 2. grein um stéttarfélög og vinnudeilur. Kolbrún hefur farið fram á flýtimeðferð í málinu en framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudegi. Niðurstaða verður kynnt í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag, það er hvort fallist verði á flýtimeðferð. Ef það verður ekki er sá möguleiki í stöðunni að farið verði fram á lögbann og frestun kosninga til stjórnar. Enn liggur ekki fyrir framboðslisti uppstillinganefndar SÍ en venja er að hann sé kynntur þegar auglýst er eftir framboðum til stjórnar. Heiðveig María hefur gefið það út að hún muni ekki láta þetta yfir sig ganga og því má ætla að enn sé unnið að því að stilla fram framboðslista sem fer gegn lista sitjandi stjórnar. Þó liggur fyrir að það gæti reynst örðugt með Heiðveigu þar á lista, eftir brottreksturinn. Jónas Garðarsson, sitjandi formaður hefur gefið það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram en hugsanlega gæti afstaða hans hafa breyst í kjölfar þess að sameiningaviðræður nokkurra félaga sjómanna sigldu í strand. Samkvæmt lögum félagsins situr Jónas áfram út allt næsta ár, fram að aðalfundi ársins 2019. Svo var litið á að stjórnarkjör sem fram fer í næsta mánuði væri til málamynda en nú er komin upp önnur staða. Jónas hefur gefið það út að SÍ ætli að stefna Heiðveigu Maríu fyrir meiðyrði en Jónas er afar ósáttur við málflutning hennar og telur hana hafa skaðað félagið. Sá skaði snýr einkum að því að Jónas kennir henni um að samingaviðræðurnar fóru í hnút. Forkastanlegt samþykki trúnaðarráðs Ljóst er að veruleg ólga er meðal verklýðshreyfingarinnar vegna málsins og meðal sjómanna. Í yfirlýsingu Framsýnar segir að mikilvægt sé að félagsmenn Sjómannafélags Íslands bregðist við þessari forkastanlegu samþykkt trúnaðarráðs félagsins og mótmæli henni harðlega. Vinnubrögð sem þessi eru ekki boðleg og eiga ekki að líðast í lýðræðislegum stéttarfélögum. Bent er á að félagsaðild að stéttarfélagi fylgi mikilvæg réttindi sem er hluti af „velferð launafólks á vinnumarkaði og hún tryggir vernd félagsmanna í samskiptum þeirra við atvinnurekendur. Stéttarfélagi er ekki undir neinum kringumstæðum heimilt að reka félagsmann úr félaginu og svipta hann þar með þessum réttindum. „Aðild að stéttarfélagi felur jafnframt í sér rétt til lýðræðislegrar þátttöku og áhrifa í félaginu með málfrelsi, tillögurétti, atkvæðisrétti og kjörgengi. Krafa um greiðslu félagsgjalda í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi innan félagsins felur augljóslega í sér ólögmætar hömlur á frelsi og réttindi félagsmanna og slíkt þekkist ekki innan íslenskrar verkalýðshreyfingar.“ Framsýn stéttarfélag skorar því á forystu Sjómannafélags Íslands að virða lög og reglur sem gilda almennt um starfsemi stéttarfélaga og kjörgengi félagsmanna á vegum verkalýðshreyfingarinnar og afturkalla ákvörðun sína um brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Kjaramál Tengdar fréttir Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Framsýn stéttarfélag á Húsavík fordæmir ólýðræðisleg vinnubrögð trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands sem snúa að brottrekstri Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Og að með því sé komið í veg fyrir framboð hennar til stjórnar á komandi aðalfundi SÍ. Þetta kemur fram í afar harðorðri yfirlýsingu Framsýnar sem stéttarfélagið birti nú fyrir hádegi.Hefur stefnt SÍ vegna brottrekstursins Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, sem er sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur lagt fram stefnu í félagsdómi á hendur SÍ fyrir að hafa með ólögmætum hætti vikið henni úr félaginu. Stundin greindi frá þessu í gær en stefnan byggir á því að stjórnin hafi brotið 2. grein um stéttarfélög og vinnudeilur. Kolbrún hefur farið fram á flýtimeðferð í málinu en framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudegi. Niðurstaða verður kynnt í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag, það er hvort fallist verði á flýtimeðferð. Ef það verður ekki er sá möguleiki í stöðunni að farið verði fram á lögbann og frestun kosninga til stjórnar. Enn liggur ekki fyrir framboðslisti uppstillinganefndar SÍ en venja er að hann sé kynntur þegar auglýst er eftir framboðum til stjórnar. Heiðveig María hefur gefið það út að hún muni ekki láta þetta yfir sig ganga og því má ætla að enn sé unnið að því að stilla fram framboðslista sem fer gegn lista sitjandi stjórnar. Þó liggur fyrir að það gæti reynst örðugt með Heiðveigu þar á lista, eftir brottreksturinn. Jónas Garðarsson, sitjandi formaður hefur gefið það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram en hugsanlega gæti afstaða hans hafa breyst í kjölfar þess að sameiningaviðræður nokkurra félaga sjómanna sigldu í strand. Samkvæmt lögum félagsins situr Jónas áfram út allt næsta ár, fram að aðalfundi ársins 2019. Svo var litið á að stjórnarkjör sem fram fer í næsta mánuði væri til málamynda en nú er komin upp önnur staða. Jónas hefur gefið það út að SÍ ætli að stefna Heiðveigu Maríu fyrir meiðyrði en Jónas er afar ósáttur við málflutning hennar og telur hana hafa skaðað félagið. Sá skaði snýr einkum að því að Jónas kennir henni um að samingaviðræðurnar fóru í hnút. Forkastanlegt samþykki trúnaðarráðs Ljóst er að veruleg ólga er meðal verklýðshreyfingarinnar vegna málsins og meðal sjómanna. Í yfirlýsingu Framsýnar segir að mikilvægt sé að félagsmenn Sjómannafélags Íslands bregðist við þessari forkastanlegu samþykkt trúnaðarráðs félagsins og mótmæli henni harðlega. Vinnubrögð sem þessi eru ekki boðleg og eiga ekki að líðast í lýðræðislegum stéttarfélögum. Bent er á að félagsaðild að stéttarfélagi fylgi mikilvæg réttindi sem er hluti af „velferð launafólks á vinnumarkaði og hún tryggir vernd félagsmanna í samskiptum þeirra við atvinnurekendur. Stéttarfélagi er ekki undir neinum kringumstæðum heimilt að reka félagsmann úr félaginu og svipta hann þar með þessum réttindum. „Aðild að stéttarfélagi felur jafnframt í sér rétt til lýðræðislegrar þátttöku og áhrifa í félaginu með málfrelsi, tillögurétti, atkvæðisrétti og kjörgengi. Krafa um greiðslu félagsgjalda í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi innan félagsins felur augljóslega í sér ólögmætar hömlur á frelsi og réttindi félagsmanna og slíkt þekkist ekki innan íslenskrar verkalýðshreyfingar.“ Framsýn stéttarfélag skorar því á forystu Sjómannafélags Íslands að virða lög og reglur sem gilda almennt um starfsemi stéttarfélaga og kjörgengi félagsmanna á vegum verkalýðshreyfingarinnar og afturkalla ákvörðun sína um brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu.
Kjaramál Tengdar fréttir Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59