Formaður Eflingar ræðir kjaramálin við flokkana Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
„Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30
Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45
Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00