Rappsveitin Migos hélt tónleika í Laugardalshöll þann 16. ágúst á síðasta ári en sveitin er ein vinsælasta rappsveit heims í dag.
Þeir félagar mættu í Carpool Karaoke með James Corden og fékk Bretinn að spreyta sig í rappsenunni. Corden fór á rúntinn með þeim Quavo, Offset og Takeoff sem mynda sveitina Migos.
Hér að neðan má sjá hvernig rúnturinn fór hjá þessum meisturum.