Vinnuvikan ekki eins stutt og SA fullyrðir segir forseti ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2018 13:57 "Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00
OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00