Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Benedikt Bóas skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Skálmeldingar eru komnir í örlítið jólafrí en taka upp þráðinn á nýju ári. Þeir eru nýbúnir að gefa út plötuna Sorgir. Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Sjá meira
Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Sjá meira