Fylgjast þarf vel með náttúrunni á Þingvöllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie. Þjóðgarðar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie.
Þjóðgarðar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira