Verk fyrir þá sem vilja muna um hvað lífið snýst Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Sara Martí Guðmundsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir í hlutverkum sínum. Juliette Rowland Júlía er ekta íslensk ofurkona sem gefur sig 110% í allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er eftirsóttur ferlafræðingur með eigið ráðgjafarfyrirtæki en nýtt hlutverk hennar í lífinu hefur reynst henni krefjandi – móðurhlutverkið. Í stað þess að horfast í augu við erfiðleika sem fylgja nýja lífinu tapar hún sér í ferlagreiningu, bollakökubakstri og í hlutverki sínu sem Snapchatstjarna. Þegar óumflýjanlegar breytingar vofa yfir hjá fjölskyldunni, reynir hún að endurnýja tengslin við æskuvinukonu sína. Saman ætla þær að skipuleggja grunnskólarejúníon aldarinnar.Sólveig og Sara Martí í hlutverkum sínum. Mynd/Juliette RowlandJ. RowlandÞannig er efni hins nýja leikverks Rejúníon lýst. Það er eftir Sóleyju Ómarsdóttur hagfræðing og verður frumsýnt í Tjarnarbíói annað kvöld. „Ég tel marga geta tengt við þessa sögu, í henni er ekki bara drama heldur líka kímni og fegurð,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar og höfundur hljóðheims. Hún segir handritsdrög Sóleyjar hafa ratað í hendur eiginmanns síns, Árna Kristjánssonar, er hann var leiðbeinandi á ritlistarnámskeið. Ég komst í þau líka og þau heilluðu okkur bæði. „Í fyrsta lagi er Sóley rosalega flottur og hnyttinn penni. Svo var ég ólétt svo efnið talaði beint til okkar og við sáum á þeim fáu senum sem við fengum að þarna var vel skrifað og gott efni sem aldrei hafði ratað á íslenskt leiksvið. Það kveikti í okkur og við vorum allt sumarið í fyrra að fullvinna handritið með Sóleyju, þar til að ég fæddi, þann 1. október, sama dag og við skiluðum inn umsókn um listamannalaun. Þetta var flott meðganga og við uppskárum styrk sem gerði þetta verkefni að veruleika.“ Þó að fæðingarþunglyndi sé útgangspunkturinn í verkinu segir Harpa Fönn það ekki síst fjalla um um vináttu og ástarsambönd para, bæði dásamlegar stundir og erfiðleika sem koma upp þar. „Svo er þetta líka um nostalgíu. Því eins og nafn verksins gefur til kynna þá snýst verkið um endurfundi, 20 ára grunnskólarejúníón,“ minnir hún á og bætir við. „Þetta er verk fyrir þá sem vilja finna fyrir lífinu og muna um hvað það snýst.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Júlía er ekta íslensk ofurkona sem gefur sig 110% í allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er eftirsóttur ferlafræðingur með eigið ráðgjafarfyrirtæki en nýtt hlutverk hennar í lífinu hefur reynst henni krefjandi – móðurhlutverkið. Í stað þess að horfast í augu við erfiðleika sem fylgja nýja lífinu tapar hún sér í ferlagreiningu, bollakökubakstri og í hlutverki sínu sem Snapchatstjarna. Þegar óumflýjanlegar breytingar vofa yfir hjá fjölskyldunni, reynir hún að endurnýja tengslin við æskuvinukonu sína. Saman ætla þær að skipuleggja grunnskólarejúníon aldarinnar.Sólveig og Sara Martí í hlutverkum sínum. Mynd/Juliette RowlandJ. RowlandÞannig er efni hins nýja leikverks Rejúníon lýst. Það er eftir Sóleyju Ómarsdóttur hagfræðing og verður frumsýnt í Tjarnarbíói annað kvöld. „Ég tel marga geta tengt við þessa sögu, í henni er ekki bara drama heldur líka kímni og fegurð,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar og höfundur hljóðheims. Hún segir handritsdrög Sóleyjar hafa ratað í hendur eiginmanns síns, Árna Kristjánssonar, er hann var leiðbeinandi á ritlistarnámskeið. Ég komst í þau líka og þau heilluðu okkur bæði. „Í fyrsta lagi er Sóley rosalega flottur og hnyttinn penni. Svo var ég ólétt svo efnið talaði beint til okkar og við sáum á þeim fáu senum sem við fengum að þarna var vel skrifað og gott efni sem aldrei hafði ratað á íslenskt leiksvið. Það kveikti í okkur og við vorum allt sumarið í fyrra að fullvinna handritið með Sóleyju, þar til að ég fæddi, þann 1. október, sama dag og við skiluðum inn umsókn um listamannalaun. Þetta var flott meðganga og við uppskárum styrk sem gerði þetta verkefni að veruleika.“ Þó að fæðingarþunglyndi sé útgangspunkturinn í verkinu segir Harpa Fönn það ekki síst fjalla um um vináttu og ástarsambönd para, bæði dásamlegar stundir og erfiðleika sem koma upp þar. „Svo er þetta líka um nostalgíu. Því eins og nafn verksins gefur til kynna þá snýst verkið um endurfundi, 20 ára grunnskólarejúníón,“ minnir hún á og bætir við. „Þetta er verk fyrir þá sem vilja finna fyrir lífinu og muna um hvað það snýst.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira