Formaður VR vill fulltrúa atvinnulífsins út úr stjórnum lífeyrissjóða Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 19:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. vísir/vilhelm Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Formaður VR vill að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hverfi úr stjórnum lífeyrissjóðanna og óheyrilegur kostnaður við rekstur þeirra verði skorinn niður. Sameiginlegu rekstrarkostnaður nú sé um tuttugu milljarðar króna á ári og topparnir og stjórnir sjóðanna taki til sín um einn milljarð í laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur eðlilegt að verkalýðshreyfingin beiti lífeyrissjóðunum til að frysta fjárfestingar innanlands til að ýta á kröfur félaganna. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þetta vera nýmæli í samskiptum. Hvorki verkalýðsfélögin né Samtök atvinnulífsins hefðu boðvald yfir fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðanna. „Við í sjálfu sér höfum þannig boðvald að við skipum helming sæta í lífeyrissjóðunum í almenna kerfinu. Til að svara þessu myndi ég frekar segja að það væri algerlega óábyrgt að fjárfesta í íslensku atvinnulífi á meðan kjarasamningar eru lausir og það vofa yfir einhvers konar vinnudeilur,” segir Ragnar Þór. Í dag er það þannig að Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin skipa jafn marga fulltrúa í stjórnir þeirra rúmlega tuttugu lífeyrissjóða sem eru starfandi í landinu. Formaður VR segir að sjóðunum hafi verið beitt til að bæta hag æðstu stjórnenda bæði innan sjóðanna og í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir hafi fjárfest í. Það sé hins vegar eðlilegt að sjóðunum sé beitt til að bæta hag almennra félagsmanna. Þá gagnrýnir Ragnar Þór mikinn rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna. „Samkvæmt tölum úr ársreiningum lífeyrissjóðanna þá er rekstrarkostnaður um 20 milljarðar á ári samkvæmt þeirra eigin tölum. En við vitum að hann er miklu hærri. Þetta er hins vegar áætlaður kostnaður,” segir formaður VR. Stærsti hlutinn séu fjárfestingargjöld sem sjóðirnir greiði fjármálakerfinu til sýsla með fjárfestingar sjóðanna.Mokað undir æðstu stjórnendur „Ef við ætlum að mynda einhvern þrýsting er alveg klárt mál að við eigum að vera miklu aktívari í meðferð á okkar lífeyrissjóðum. Hvernig lífeyrissjóðirnir haga sínum fjárfestingum,” segir Ragnar Þór. Til að mynda með því að þrýsta á sjóðina að þeir komi að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir félagsmenn. Þá fari um milljarður króna á ári í launagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna lífeyrissjóðanna á ári hverju, auk þess sem fulltrúar sjóðanna hafi setið í stjórnum fyrirtækja sem greitt hafi svimandi háar bónusgreiðslur til stjórnenda. „Þarna hefur lífeyrissjóðunum svo sannarlega verið beitt til að moka að æðstu stjórnendum atvinnulífsins. En þegar kemur að því að ræða um hagsmuni og lífskjör hins almenna launamanns er alltaf eitthvað annað uppi á teningnum. Ég held að það sé kominn tími á það og löngu kominn tími á það að verkalýðshreyfingin beiti sér að fullum þunga um að atvinnurekendur fari úr stjórnum líferissjóða, segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25 Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Fjármálaeftirlitið gerir að því skóna að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi stangist á við lög. 28. nóvember 2018 15:25
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50