Góðum árangri náð, segir í óháðri úttekt á héraðsverkefnum Íslendinga Heimsljós kynnir 28. nóvember 2018 17:00 Frá Malaví. gunnisal Óháð úttekt á samstarfsverkefnum Íslendinga með héraðsstjórnum í Malaví og Úganda sýnir að svokölluð héraðsnálgun hefur reynst vel og skilað umtalsverðum árangri. „Við höfum farið þá leið í tvíhliða þróunarsamvinnu á síðustu árum að vinna beint með héraðsstjórnum. Við erum mjög sátt við jákvæðar niðurstöður fyrstu óháðu úttektarinnar á þessu verklagi. Í heildina er það mat úttektaraðila að góðum árangri hafi verið náð og vel hafi tekist til í báðum samstarfsríkjunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Úttektin, sem unnin er af úttektarfyrirtækinu GOPA í Þýskalandi, náði til tveggja héraðsverkefna. Annað verkefnið var unnið í Mangochi héraði í Malaví á árunum 2012 til 2017 og hitt verkefnið var unnið í Kalangala héraði í Úganda á árunum 2006 til 2017. Í niðurstöðum GOPA segir að sú nálgun sem beitt hafi verið í báðum samstarfslöndunum, héraðsnálgun, hafi reynst vel. Þar sé tvinnað saman beinum fjárlagastuðningi til héraðanna og verkefnanálgun. „Skilgreindir eru sérstakir verkþættir sem héraðið sér um að framkvæma innan eigin þróunaráætlunar en með beinum stuðningi frá sendiráði Íslands í viðkomandi landi sem tekur þátt í gerð framkvæmdaáætlana, veitir sérfræðiráðgjöf, vaktar framgang og fylgir eftir framlögum Íslands,“ eins og segir í skýrslunni. Úttektaraðilar hrósa því að sérstaklega hafi verið stutt við eignarhald heimamanna, ekki síst með miklum tengslum milli verkefnanna og héraðsáætlana. Þetta nána samstarf hafi aukið möguleikana á að ná ætluðum árangri og styrkt samstarfið milli viðkomandi héraðsstjórnvalda og Íslands. Þá hafi verkefnin verið skipulögð til langs tíma sem geri árangur og sjálfbærni mun líklegri en ella. Fulltrúar GOPA benda á að breytingar í félagslegri hegðun taki langan tíma og krefjist oft vitundarvakningar sem einnig tengist því hvernig mál eru leyst tæknilega. Í Malaví beindist stuðningur Íslands einkum að heilbrigðismálum, grunnmenntun, vatni og hreinlætismálum en í Úganda aðallega að grunnmenntun og fiskimálum. Auk þessa var stutt við uppbyggingu færni í stjórnsýslu héraðanna. Fram kemur að mikilvægt sé að leitast alltaf við að velja lausnir sem henta innviðum viðkomandi samfélags sem best og forðast of flóknar lausnir. Vandamál þessu tengd hafi komið upp í verkefnunum en einnig hafi verið dæmi um ófullnægjandi gæði á byggingum og búnaði sem komið hafi verið upp. Þá er í niðurstöðunum hvatt til meiri þátttöku íbúanna sjálfra, til að festa enn betur í sessi eignarhald á aðgerðum. Skýrslurnar verða birtar innan tíðar á vef Stjórnarráðsins eins og aðrar úttektarskýrslur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent
Óháð úttekt á samstarfsverkefnum Íslendinga með héraðsstjórnum í Malaví og Úganda sýnir að svokölluð héraðsnálgun hefur reynst vel og skilað umtalsverðum árangri. „Við höfum farið þá leið í tvíhliða þróunarsamvinnu á síðustu árum að vinna beint með héraðsstjórnum. Við erum mjög sátt við jákvæðar niðurstöður fyrstu óháðu úttektarinnar á þessu verklagi. Í heildina er það mat úttektaraðila að góðum árangri hafi verið náð og vel hafi tekist til í báðum samstarfsríkjunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Úttektin, sem unnin er af úttektarfyrirtækinu GOPA í Þýskalandi, náði til tveggja héraðsverkefna. Annað verkefnið var unnið í Mangochi héraði í Malaví á árunum 2012 til 2017 og hitt verkefnið var unnið í Kalangala héraði í Úganda á árunum 2006 til 2017. Í niðurstöðum GOPA segir að sú nálgun sem beitt hafi verið í báðum samstarfslöndunum, héraðsnálgun, hafi reynst vel. Þar sé tvinnað saman beinum fjárlagastuðningi til héraðanna og verkefnanálgun. „Skilgreindir eru sérstakir verkþættir sem héraðið sér um að framkvæma innan eigin þróunaráætlunar en með beinum stuðningi frá sendiráði Íslands í viðkomandi landi sem tekur þátt í gerð framkvæmdaáætlana, veitir sérfræðiráðgjöf, vaktar framgang og fylgir eftir framlögum Íslands,“ eins og segir í skýrslunni. Úttektaraðilar hrósa því að sérstaklega hafi verið stutt við eignarhald heimamanna, ekki síst með miklum tengslum milli verkefnanna og héraðsáætlana. Þetta nána samstarf hafi aukið möguleikana á að ná ætluðum árangri og styrkt samstarfið milli viðkomandi héraðsstjórnvalda og Íslands. Þá hafi verkefnin verið skipulögð til langs tíma sem geri árangur og sjálfbærni mun líklegri en ella. Fulltrúar GOPA benda á að breytingar í félagslegri hegðun taki langan tíma og krefjist oft vitundarvakningar sem einnig tengist því hvernig mál eru leyst tæknilega. Í Malaví beindist stuðningur Íslands einkum að heilbrigðismálum, grunnmenntun, vatni og hreinlætismálum en í Úganda aðallega að grunnmenntun og fiskimálum. Auk þessa var stutt við uppbyggingu færni í stjórnsýslu héraðanna. Fram kemur að mikilvægt sé að leitast alltaf við að velja lausnir sem henta innviðum viðkomandi samfélags sem best og forðast of flóknar lausnir. Vandamál þessu tengd hafi komið upp í verkefnunum en einnig hafi verið dæmi um ófullnægjandi gæði á byggingum og búnaði sem komið hafi verið upp. Þá er í niðurstöðunum hvatt til meiri þátttöku íbúanna sjálfra, til að festa enn betur í sessi eignarhald á aðgerðum. Skýrslurnar verða birtar innan tíðar á vef Stjórnarráðsins eins og aðrar úttektarskýrslur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent