Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2018 11:30 Guðrún Hafsteinsdóttir segist eiga erfitt með að sjá hvernig hugmyndir Ragnars Þórs Ingólfssonar eiga að ganga upp. fbl/Ernir „Ég held að Ragnar Þór verði að útskýra örlítið betur hvað hann meinar með þessum orðum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Landssamtaka Lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gaf til kynna í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Guðrún, sem einnig er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þá sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða ekki hafa boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. „Og við sem störfum í kerfinu, okkur ber skylda til að setja hagsmuni sjóðsfélaga ofar öðru,“ segir Guðrún.Eitt mesta gæfaspor sem hefur verið stigið Ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga. Lögbundið hlutverk sjóðanna sé að taka á móti iðgjöldum, ávaxta það og greiða út lífeyri þegar starfsævi viðkomandi sjóðsfélaga líkur. „Ég vil minna á að það voru samtök launþega og atvinnurekendur sem komu þessu lífeyrissjóðskerfi á fót í kjarasamningum árið 1969. Það var eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Hún segir það fyrirkomulag, að launþegar og atvinnurekendur skipi í stjórn lífeyrissjóða, hafi gefist afskaplega vel.Guðrún segir að ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga.Vísir/Vilhelm„Þegar að samtök launþega og samtök atvinnurekenda hafa skipað í sjóðinn, hafa þeir ekki boðvald yfir því fólki sem þar situr. Sjóðsfélagar verða að hafa vissu fyrir því að stjórnarmenn séu óháðir í sínum störfum og hver einasti stjórnarmaður, sama hvaðan hann kemur, hann vinnur með hagsmuni sjóðsfélaga allra. Þetta er nákvæmlega eins og í öðrum félögum, hvort sem þau eru skráð félög eða einkahlutafélögum. Nú sit ég í nokkrum stjórnum og það er alveg sama hver hefur skipað mig í þá stjórn, ég hef það lögbundna hlutverk að starfa í þágu allra hluthafa og í þessu tilfelli allra sjóðsfélaga.“Mega ekki hlaupa eftir skipunum út í bæ Hún segir að í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna starfi þéttur hópur sem skipaður var til jafns af launþegum og atvinnurekendum. „Þar höfum við það eitt markmið, það eru hagsmunir sjóðsfélaga allra og það eru ekki hagsmunir sjóðsfélaga ef að sjóðirnir ætla að fara að skrúfa fyrir fjárfestingar,“ segir Guðrún. Með því væru stjórnarmenn að bregðast því trausti sem þeim væri falið. „Stjórnarmenn verða að gæta því að starfa eftir eigin sannfæringu og mega ekki undir nokkrum kringumstæðum hlaupa eftir skipunum út í bæ eða utanaðkomandi þvingunum. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég færi að hlaupa eftir ákvörðunum einhverra aðila úti í bæ? Þetta gengur ekki upp. Þarna verðum við að greina algjörlega á milli.“Eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi Hún segir Íslendinga geta verið stolta af því lífeyrissjóðskerfi sem launþegar og atvinnurekendur hafa byggt upp saman. „Þetta er eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Það er ekki orðið fullþroska, það á eftir tíu ár til að ná þeim þroska. Við getum verið stolt hversu vel við höfum haldið utan um það og ég vil hvetja til þess að við umgöngumst sjóðina af mikilli varfærni. Við gerum engar kollsteypur, þetta er síbreytilegt kerfi og lífið er síbreytilegt. Ef við viljum breyta einhverju í kerfinu eigum við að gera það hægt, rólega, en örugglega. Og ef við viljum breyta, þá gerum við það í kjarasamningum.“ Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ég held að Ragnar Þór verði að útskýra örlítið betur hvað hann meinar með þessum orðum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Landssamtaka Lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gaf til kynna í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Guðrún, sem einnig er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þá sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða ekki hafa boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. „Og við sem störfum í kerfinu, okkur ber skylda til að setja hagsmuni sjóðsfélaga ofar öðru,“ segir Guðrún.Eitt mesta gæfaspor sem hefur verið stigið Ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga. Lögbundið hlutverk sjóðanna sé að taka á móti iðgjöldum, ávaxta það og greiða út lífeyri þegar starfsævi viðkomandi sjóðsfélaga líkur. „Ég vil minna á að það voru samtök launþega og atvinnurekendur sem komu þessu lífeyrissjóðskerfi á fót í kjarasamningum árið 1969. Það var eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Hún segir það fyrirkomulag, að launþegar og atvinnurekendur skipi í stjórn lífeyrissjóða, hafi gefist afskaplega vel.Guðrún segir að ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga.Vísir/Vilhelm„Þegar að samtök launþega og samtök atvinnurekenda hafa skipað í sjóðinn, hafa þeir ekki boðvald yfir því fólki sem þar situr. Sjóðsfélagar verða að hafa vissu fyrir því að stjórnarmenn séu óháðir í sínum störfum og hver einasti stjórnarmaður, sama hvaðan hann kemur, hann vinnur með hagsmuni sjóðsfélaga allra. Þetta er nákvæmlega eins og í öðrum félögum, hvort sem þau eru skráð félög eða einkahlutafélögum. Nú sit ég í nokkrum stjórnum og það er alveg sama hver hefur skipað mig í þá stjórn, ég hef það lögbundna hlutverk að starfa í þágu allra hluthafa og í þessu tilfelli allra sjóðsfélaga.“Mega ekki hlaupa eftir skipunum út í bæ Hún segir að í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna starfi þéttur hópur sem skipaður var til jafns af launþegum og atvinnurekendum. „Þar höfum við það eitt markmið, það eru hagsmunir sjóðsfélaga allra og það eru ekki hagsmunir sjóðsfélaga ef að sjóðirnir ætla að fara að skrúfa fyrir fjárfestingar,“ segir Guðrún. Með því væru stjórnarmenn að bregðast því trausti sem þeim væri falið. „Stjórnarmenn verða að gæta því að starfa eftir eigin sannfæringu og mega ekki undir nokkrum kringumstæðum hlaupa eftir skipunum út í bæ eða utanaðkomandi þvingunum. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég færi að hlaupa eftir ákvörðunum einhverra aðila úti í bæ? Þetta gengur ekki upp. Þarna verðum við að greina algjörlega á milli.“Eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi Hún segir Íslendinga geta verið stolta af því lífeyrissjóðskerfi sem launþegar og atvinnurekendur hafa byggt upp saman. „Þetta er eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Það er ekki orðið fullþroska, það á eftir tíu ár til að ná þeim þroska. Við getum verið stolt hversu vel við höfum haldið utan um það og ég vil hvetja til þess að við umgöngumst sjóðina af mikilli varfærni. Við gerum engar kollsteypur, þetta er síbreytilegt kerfi og lífið er síbreytilegt. Ef við viljum breyta einhverju í kerfinu eigum við að gera það hægt, rólega, en örugglega. Og ef við viljum breyta, þá gerum við það í kjarasamningum.“
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50