Samtímalist í stað selskinna og saltfisks Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Heiðar Kári er kominn með framtíðarstarf sem sýningarstjóri á Nordatlantens Brygge. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi High & Low – islandsk samtidskunst er heiti sýningar sem opnuð verður á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn 30. nóvember. Þar eiga ellefu íslenskir myndlistarmenn verk, málverk, gjörninga, skúlptúra, vefnað og vídeólist, sem jafnframt blandast tónlist. Heiðar Kári Rannversson listfræðingur er sýningarstjóri. Hann segir verkin fjölbreytt, enda frá rúmlega 40 ára tímabili. Eitt hljóð- og vídeóverkanna er tengt Veðurstofu Íslands, gegnum tölvu sem sækir upplýsingar um hæðir og lægðir er ganga yfir Ísland jafnt og þétt. Ég bið Heiðar Kára að útskýra það aðeins nánar. „Þetta er áhrifamikið verk eftir Þórönnu Dögg Björnsdóttur, það túlkar hið síbreytilega veður sem við Íslendingar búum við. Mér fannst það góð leið til að grípa einhvern þráð, án þess að vera of þjóðlegur. Það er svo séríslenskt að tala um lægðir og hvernig þær hafa áhrif á geð okkar og líðan. Verkið er að nokkru leyti hugmyndin að baki titlinum High & Low.“Nordatlantens Brygge hýsir margskonar starfsemi, meðal annars íslenska sendiráðið.Heiðar Kári heldur ekki aðeins utan um High & Low, heldur er hann orðinn sýningarstjóri Nordatlantens Brygge og getur því mótað sýningadagskrá þar eftir sínu höfði næstu árin. „Forveri minn hætti frekar skyndilega og staðan losnaði. Það var eftir að ég var beðinn að setja upp þessa sýningu, hún er búin að eiga langan aðdraganda, að minnsta kosti allt þetta ár. En ég greip tækifærið og sótti um,“ segir hann og lýsir starfsemi Nordatlantens Brygge, húss vestnorrænu landanna, Íslands, Færeyja og Grænlands. „Húsið er við Grønlandske Handels Plads, gamla bryggju sem vörum frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Finnmörku var skipað upp á fram til 1960 til 70. Afurðir eins og olía úr hvölum og sútuð selskinn voru svo flutt þaðan aftur til annarra landa. Núna er í húsinu margháttuð starfsemi, meðal annars stór veitingastaður, sendiráð Íslands og þjónustuskrifstofur Grænlands og Færeyja.Una Björg Magnúsdóttir sýnir verkið sitt Ensemble Set á High & Low.Stofnunin sem ég vinn fyrir er í tveimur stórum sýningarsölum. Ég fylli annan þeirra með þessari stóru sýningu. Önnur verður opnuð viku seinna í hinum salnum, á verkum Jørgens Simonsen, dansks fatahönnuðar sem gerði garðinn frægan á 10. áratugnum í París og hefur unnið fyrir öll helstu tískuhúsin. Það er til marks um fjölbreytileikann. Á síðustu fimmtán árum hefur menningu verið miðlað úr þessu húsi sem áður hýsti vörur eins og selskinn og saltfisk. Enn leggjast skip að bryggjunni, aðallega flottar skútur. Þetta er góður staður. Var svolítið afskekktur en fyrir fáum árum var opnuð göngu-og hjólabrú frá Nýhöfn yfir á Kristjánshöfn svo nú er Nordatlantens Brygge komið í miðbæjarsamband. Því hefur umferð í húsið aukist mjög mikið, sérstaklega af erlendum ferðamönnum, því eins og Reykjavík er Kaupmannahöfn sprengfull af túristum allan ársins hring.“Arna Óttarsdóttir sýnir What Can I Do Anyway frá 2017 með leyfi i8.Heiðar Kári kveðst hlakka til að móta stefnu sýninga í húsinu eftir sínu höfði og tengja þær Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, það bjóði upp á marga áhugaverða möguleika. Hann er þó ekki alfluttur út, heldur „þvælist fram og til baka“ eins og hann orðar það. „Ég hírist í herbergi núna en er alltaf að svipast um eftir íbúð svo konan og dóttirin geti komið til mín,“ segir hann og kveðst landvanur í Köben. „Foreldrar mínir voru þar við nám í níu ár þegar ég var lítill, og ég svo síðar.” High & Low er framlag Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn til 100 ára afmælis fullveldisins og Heiðar Kári segir langt síðan haldin hefur verið jafn viðamikil sýning á íslenskri samtímalist í borginni. „Við opnunina 30. nóvember verða framdir gjörningar og þann 5. desember verður málþing með þátttöku nokkurra íslenskra fræði- og listamanna.“Þátttakendur á sýningunni: Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Birgir Andrésson, Hildur Hákonardóttir, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason & Una Margrét Árnadóttir, Þóranna Dögg Björnsdóttir í samstarfi við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
High & Low – islandsk samtidskunst er heiti sýningar sem opnuð verður á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn 30. nóvember. Þar eiga ellefu íslenskir myndlistarmenn verk, málverk, gjörninga, skúlptúra, vefnað og vídeólist, sem jafnframt blandast tónlist. Heiðar Kári Rannversson listfræðingur er sýningarstjóri. Hann segir verkin fjölbreytt, enda frá rúmlega 40 ára tímabili. Eitt hljóð- og vídeóverkanna er tengt Veðurstofu Íslands, gegnum tölvu sem sækir upplýsingar um hæðir og lægðir er ganga yfir Ísland jafnt og þétt. Ég bið Heiðar Kára að útskýra það aðeins nánar. „Þetta er áhrifamikið verk eftir Þórönnu Dögg Björnsdóttur, það túlkar hið síbreytilega veður sem við Íslendingar búum við. Mér fannst það góð leið til að grípa einhvern þráð, án þess að vera of þjóðlegur. Það er svo séríslenskt að tala um lægðir og hvernig þær hafa áhrif á geð okkar og líðan. Verkið er að nokkru leyti hugmyndin að baki titlinum High & Low.“Nordatlantens Brygge hýsir margskonar starfsemi, meðal annars íslenska sendiráðið.Heiðar Kári heldur ekki aðeins utan um High & Low, heldur er hann orðinn sýningarstjóri Nordatlantens Brygge og getur því mótað sýningadagskrá þar eftir sínu höfði næstu árin. „Forveri minn hætti frekar skyndilega og staðan losnaði. Það var eftir að ég var beðinn að setja upp þessa sýningu, hún er búin að eiga langan aðdraganda, að minnsta kosti allt þetta ár. En ég greip tækifærið og sótti um,“ segir hann og lýsir starfsemi Nordatlantens Brygge, húss vestnorrænu landanna, Íslands, Færeyja og Grænlands. „Húsið er við Grønlandske Handels Plads, gamla bryggju sem vörum frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Finnmörku var skipað upp á fram til 1960 til 70. Afurðir eins og olía úr hvölum og sútuð selskinn voru svo flutt þaðan aftur til annarra landa. Núna er í húsinu margháttuð starfsemi, meðal annars stór veitingastaður, sendiráð Íslands og þjónustuskrifstofur Grænlands og Færeyja.Una Björg Magnúsdóttir sýnir verkið sitt Ensemble Set á High & Low.Stofnunin sem ég vinn fyrir er í tveimur stórum sýningarsölum. Ég fylli annan þeirra með þessari stóru sýningu. Önnur verður opnuð viku seinna í hinum salnum, á verkum Jørgens Simonsen, dansks fatahönnuðar sem gerði garðinn frægan á 10. áratugnum í París og hefur unnið fyrir öll helstu tískuhúsin. Það er til marks um fjölbreytileikann. Á síðustu fimmtán árum hefur menningu verið miðlað úr þessu húsi sem áður hýsti vörur eins og selskinn og saltfisk. Enn leggjast skip að bryggjunni, aðallega flottar skútur. Þetta er góður staður. Var svolítið afskekktur en fyrir fáum árum var opnuð göngu-og hjólabrú frá Nýhöfn yfir á Kristjánshöfn svo nú er Nordatlantens Brygge komið í miðbæjarsamband. Því hefur umferð í húsið aukist mjög mikið, sérstaklega af erlendum ferðamönnum, því eins og Reykjavík er Kaupmannahöfn sprengfull af túristum allan ársins hring.“Arna Óttarsdóttir sýnir What Can I Do Anyway frá 2017 með leyfi i8.Heiðar Kári kveðst hlakka til að móta stefnu sýninga í húsinu eftir sínu höfði og tengja þær Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, það bjóði upp á marga áhugaverða möguleika. Hann er þó ekki alfluttur út, heldur „þvælist fram og til baka“ eins og hann orðar það. „Ég hírist í herbergi núna en er alltaf að svipast um eftir íbúð svo konan og dóttirin geti komið til mín,“ segir hann og kveðst landvanur í Köben. „Foreldrar mínir voru þar við nám í níu ár þegar ég var lítill, og ég svo síðar.” High & Low er framlag Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn til 100 ára afmælis fullveldisins og Heiðar Kári segir langt síðan haldin hefur verið jafn viðamikil sýning á íslenskri samtímalist í borginni. „Við opnunina 30. nóvember verða framdir gjörningar og þann 5. desember verður málþing með þátttöku nokkurra íslenskra fræði- og listamanna.“Þátttakendur á sýningunni: Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Birgir Andrésson, Hildur Hákonardóttir, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Una Björg Magnúsdóttir, Örn Alexander Ámundason & Una Margrét Árnadóttir, Þóranna Dögg Björnsdóttir í samstarfi við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira