Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum Heimsljós kynnir 27. nóvember 2018 13:15 Ljósmynd frá Kampala gunnisal Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag. Í skýrslunni er sjónum beint að því sem skýrsluhöfundar kalla þversögnina í þéttbýlinu. Hún felst í því að almennt er staða barna í borgarsamfélögum betri en staða barna til sveita vegna þess að þar eru hærri tekjur, betri grunnviðir og betri þjónusta, en þegar horft er sérstaklega á stöðu barna í fátækrahverfum stórborga blasir við önnur mynd og ljótari. Skýrslan byggir á greiningu í 77 lágtekju- og millitekjuríkjum með tíu mælikvörðum sem snúa að velferð barna. Niðurstaðan er sú að í flestum löndum vegnar borgarbörnum betur en börnum í strjálbýli – að jafnaði. En meðaltalið segir ekki alla söguna og dylur ótrúlegan ójöfnuð innan borgarsamfélagsins, segir í skýrslunni. „Fyrir foreldra í dreifbýli virðast ástæðurnar fyrir því að börnin flytji til borganna augljósar: þar eru fleiri atvinnutækifæri, betri heilsugæsla og meiri menntunarmöguleikar,“ segir Laurence Chandy yfirmaður rannsókna hjá UNICEF. „En borgarbörn njóta ekki öll kosta borgarinnar og við getum sýnt fram á að milljónir barna í borgum eru verr sett en jafnaldrar í sveitum.“Mynd úr skýrslunni.UNICEFSamkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru 4,3 milljónir barna í borgum líklegri til að deyja fyrir fimm ára aldur en jafnaldrar þeirra í dreifbýli. Einnig sýnir skýrslan að 13,4 milljónir barna í borgum eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Talið er að allt að einn milljarður manna búi í fátækrahverfum, þar af hundruð milljóna barna. Stækkun borga er mest í Afríku og Asíu. Talið er að árið 2030 verði sjö af tíu stærstu borgum heims í þessum tveimur álfum. Þar fjölgar íbúum borga um 3,7% á ári. Íslensk stjórnvöld fjármagna að hluta verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda. Þar hafa innlend félagasamtök, YUDEL, starfað um langt árabil með sárafátækum unglingum og rekið verkmenntamiðstöðvar á ýmsum sviðum, bæði til sjálfseflingar, en ekki síður til þess að ungmennin öðlist nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði og geti séð sér farborða. UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu. Framlög utanríkisráðuneytisins til UNICEF á síðasta ári námu rúmum 354 milljónum króna til fjölmargra verkefna eins og sjá má á yfirliti á vef ráðuneytisins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent
Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag. Í skýrslunni er sjónum beint að því sem skýrsluhöfundar kalla þversögnina í þéttbýlinu. Hún felst í því að almennt er staða barna í borgarsamfélögum betri en staða barna til sveita vegna þess að þar eru hærri tekjur, betri grunnviðir og betri þjónusta, en þegar horft er sérstaklega á stöðu barna í fátækrahverfum stórborga blasir við önnur mynd og ljótari. Skýrslan byggir á greiningu í 77 lágtekju- og millitekjuríkjum með tíu mælikvörðum sem snúa að velferð barna. Niðurstaðan er sú að í flestum löndum vegnar borgarbörnum betur en börnum í strjálbýli – að jafnaði. En meðaltalið segir ekki alla söguna og dylur ótrúlegan ójöfnuð innan borgarsamfélagsins, segir í skýrslunni. „Fyrir foreldra í dreifbýli virðast ástæðurnar fyrir því að börnin flytji til borganna augljósar: þar eru fleiri atvinnutækifæri, betri heilsugæsla og meiri menntunarmöguleikar,“ segir Laurence Chandy yfirmaður rannsókna hjá UNICEF. „En borgarbörn njóta ekki öll kosta borgarinnar og við getum sýnt fram á að milljónir barna í borgum eru verr sett en jafnaldrar í sveitum.“Mynd úr skýrslunni.UNICEFSamkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru 4,3 milljónir barna í borgum líklegri til að deyja fyrir fimm ára aldur en jafnaldrar þeirra í dreifbýli. Einnig sýnir skýrslan að 13,4 milljónir barna í borgum eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Talið er að allt að einn milljarður manna búi í fátækrahverfum, þar af hundruð milljóna barna. Stækkun borga er mest í Afríku og Asíu. Talið er að árið 2030 verði sjö af tíu stærstu borgum heims í þessum tveimur álfum. Þar fjölgar íbúum borga um 3,7% á ári. Íslensk stjórnvöld fjármagna að hluta verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda. Þar hafa innlend félagasamtök, YUDEL, starfað um langt árabil með sárafátækum unglingum og rekið verkmenntamiðstöðvar á ýmsum sviðum, bæði til sjálfseflingar, en ekki síður til þess að ungmennin öðlist nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði og geti séð sér farborða. UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu. Framlög utanríkisráðuneytisins til UNICEF á síðasta ári námu rúmum 354 milljónum króna til fjölmargra verkefna eins og sjá má á yfirliti á vef ráðuneytisins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent