Kokkalandsliðinu rann blóðið til skyldunnar að aðstoða Denis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 10:54 Íslenska kokkalandsliðið fagnar sigrinum í Lúxemborg um helgina. Denis Shramko sést svartklæddur fremst á myndinni. Mynd/Íslenska kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara áréttar að Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða, sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu. Liðinu hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar að vera honum til halds og trausts þar sem móðir hans er landsliðskokkur til margra ára, að því er fram kemur í yfirlýsingu. Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg í gær og hlaut ein gullverðlaun fyrir heitan mat. Í tilkynningu sem send var út í kjölfar fréttar Vísis um dóminn sem Denis hlaut rétt fyrir mótið segir að hann hafi keppt í „einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist“. Þar hafi hann unnið til gullverðlauna og óskar Klúbbur matreiðslumeistara honum til hamingju með árangurinn. Hann hafi hins vegar tekið þátt í keppninni í Lúxemborg á eigin vegum. „Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“ Ljóst er að Denis á ekki langt að sækja sykurskreytingarhæfileikana en Maria er sjálf margverðlaunuð í greininni. Þá hreppti hún tvenn gullverðlaun í einstaklingskeppni í sykurskreytingum, sem einmitt var haldin í Lúxemborg árið 2014. Í færslu kokkalandsliðsins frá því á laugardag er greint frá verðlaunum Denisar og þar með „fyrsta íslenska gullinu“ sem komið er í hús. Færslan var birt daginn eftir að dómur féll yfir Denis í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir árið 2016. Yfirlýsing Klúbbs matreiðslumeistara í heild: Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Kokkalandsliðið 2018 skipa, nöfn og vinnustaðir: Þjálfari, Ylfa Helgadóttir, Kopar Aðstoðarþjálfari, Jóhannes S. Jóhannesson, Landsvirkjun Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason, Síminn Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, Mímir Hótel Saga Sigurjón Bragi Geirsson, Garri Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Marel Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið Denis Grbic, Mímir Hótel Saga Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið Hinrik Lárusson, Luxury Catering
Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53 Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun í flokknum heitum mat á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg. 25. nóvember 2018 11:53
Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. 27. nóvember 2018 07:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent