Forsætisráðherra mun skipa sérfræðingahóp um úrlausn húsnæðisvandans, til þess að liðka fyrir komandi kjaraviðræðum.
Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöld en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, staðfesti fregnirnar í samtali við fréttastofu.
Ekki er ljóst hverjir munu skipa sérfræðingahópinn en gert er ráð fyrir því að það muni liggja fyrir í næstu viku.
Stofnar hóp um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum
Birgir Olgeirsson skrifar
