Ofbeldi bak við glanslífið Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2018 19:45 Henny Hermannsdóttir opnar sig í Íslandi í dag. Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970 og við það breyttist allt hennar líf. Hún varð þjóðareign og allir höfðu skoðun á þessari fallegu og sjarmerandi ungu konu sem vann sem dansari með foreldrum sínum Unni Arngrímsdóttur og Hermanni Ragnarssyni. Vala Matt ræddi við Henny í Íslandi í dag í kvöld. Henny varð gríðarlega áberandi og var í öllum fjölmiðlum, blöðum, tímaritum og sjónvarpi. En raunveruleikinn var ekki bara glamúr og glanslíf því bak við tjöldin gerðist ýmislegt miður skemmtilegt.Erfitt að tala um Henny var að gefa út ævisögu sína sem fjölmiðlakonan Margrét Blöndal skrifar, en þar segir Henny meðal annars frá mjög átakanlegum tímabilum ævi sinnar þar sem hún þurfti að þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í mörg ár. „Það var mjög erfitt að segja frá þessu í bókinni,“ segir Henny og heldur áfram.Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970.„Þetta er tímabil sem maður vill helst gleyma og ég hélt alltaf að dagurinn á morgun yrði betri en dagurinn í gær. Eftir því sem dagarnir liðu þá vildi ég bara henda þessu öllu saman aftur fyrir mig og hef aldrei sagt einum né neinum.“ Í dag er Henny enn að glíma við afleiðingar ofbeldisins bæði líkamlega og andlega. Hún fer helst ekki mikið út úr húsi og fer helst ekki í Kringluna eða Smáralindina og sárasjaldan í bíó eða leikhús því þá hellist yfir hana kvíði og hún vill helst af öllu vera bara heima hjá sér í sínu öryggi því henni finnst hún vera svo berskjölduð. Meðan á ofbeldinu stóð leit alltaf allt voðalega vel út á við hjá Henny. „Ég get sagt þér það að ég er ekki góður leikari en þarna var ég mjög góður leikari. Ég var alveg tvær manneskjur. Það var bara brosað og sett á sig meikið til að fela.“ En smám saman er Henny að verða sterkari og máttur þess að segja sögu sína upphátt er undraverður og hún hefur nú að vissu leiti endurheimt völdin í eigin lífi. Hér að neðan má sjá viðtalið við Henny. Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970 og við það breyttist allt hennar líf. Hún varð þjóðareign og allir höfðu skoðun á þessari fallegu og sjarmerandi ungu konu sem vann sem dansari með foreldrum sínum Unni Arngrímsdóttur og Hermanni Ragnarssyni. Vala Matt ræddi við Henny í Íslandi í dag í kvöld. Henny varð gríðarlega áberandi og var í öllum fjölmiðlum, blöðum, tímaritum og sjónvarpi. En raunveruleikinn var ekki bara glamúr og glanslíf því bak við tjöldin gerðist ýmislegt miður skemmtilegt.Erfitt að tala um Henny var að gefa út ævisögu sína sem fjölmiðlakonan Margrét Blöndal skrifar, en þar segir Henny meðal annars frá mjög átakanlegum tímabilum ævi sinnar þar sem hún þurfti að þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í mörg ár. „Það var mjög erfitt að segja frá þessu í bókinni,“ segir Henny og heldur áfram.Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970.„Þetta er tímabil sem maður vill helst gleyma og ég hélt alltaf að dagurinn á morgun yrði betri en dagurinn í gær. Eftir því sem dagarnir liðu þá vildi ég bara henda þessu öllu saman aftur fyrir mig og hef aldrei sagt einum né neinum.“ Í dag er Henny enn að glíma við afleiðingar ofbeldisins bæði líkamlega og andlega. Hún fer helst ekki mikið út úr húsi og fer helst ekki í Kringluna eða Smáralindina og sárasjaldan í bíó eða leikhús því þá hellist yfir hana kvíði og hún vill helst af öllu vera bara heima hjá sér í sínu öryggi því henni finnst hún vera svo berskjölduð. Meðan á ofbeldinu stóð leit alltaf allt voðalega vel út á við hjá Henny. „Ég get sagt þér það að ég er ekki góður leikari en þarna var ég mjög góður leikari. Ég var alveg tvær manneskjur. Það var bara brosað og sett á sig meikið til að fela.“ En smám saman er Henny að verða sterkari og máttur þess að segja sögu sína upphátt er undraverður og hún hefur nú að vissu leiti endurheimt völdin í eigin lífi. Hér að neðan má sjá viðtalið við Henny.
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“