Kenna landsmönnum að laga raftækin sjálfir: „Mér finnst þetta æði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2018 19:15 Einbeitingin skein úr augum þeirra sem tóku þátt í vinnustofunni. Vísir/Tryggvi Páll Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“ Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent