Kenna landsmönnum að laga raftækin sjálfir: „Mér finnst þetta æði“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2018 19:15 Einbeitingin skein úr augum þeirra sem tóku þátt í vinnustofunni. Vísir/Tryggvi Páll Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“ Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Á sama tíma og tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum var Akureyringum boðið upp á að á aðstoð við að laga gömul raftæki. Það er umhverfismál að framlengja líftíma eldri raftækja í stað þess að henda þeim að mati talsmanns Restart Ísland. Það var margt um manninn í Fab Lab í Verkmenntaskólanum á Akureyri í vikunni þegar fréttamaður leit við á vinnustofu Restart Ísland. Þar unnu rafvirkjar og aðrir áhugamenn hörðum höndum að því að lappa upp á gömul raftæki. „Þetta eru vinnustofur þar sem við bjóðum fólki að koma með raftækin sín, bæði rafeindatæki eins og síma og þess háttar og svo venjuleg raftæki sem oft á tíðum menn geta ekki gert við, sagt að það sé of dýrt að gera við eða slíkt og kennum þeim að gera sjálf við tækin, út á það gengur hugmyndin,“ segir Hólmar Svansson, talsmaður Restart Ísland.Hólmar Svansson, talsmaður Restart ÍslandVísir/TryggviÆtlar að laga símann sjálf Og það voru ýmis tæki sem fengu skoðun. Sléttujárn, Playstation-tölva, geislasdiskaspilarar og spjaldtölvur voru útskrifaðar en flestir komu þó með síma. Ein af þeim var Ingibjörg Þórðardóttir sem ætlar að láta reyna á eigin viðgerðarhæfileika eftir að hafa fengið sýnikennslu í skjáviðgerð.Hefðiru einhvern tímann haldið að þú gætir lagað svona síma sjálf? „Neibb, ég er ein af þeim sem var svolítið búin að læra það að þú snertir ekki það sem þú veist ekki hvað er í tæknimálum og lætur það bara kyrrt þangað til einhver fagmaður kemur á svæðið. Mér finnst þetta æði,“ segir Ingibjörg.Eins og þegar amma stagaði í sokkana Líklega freistast margir til þess að kaupa nýjan síma þegar skjárinn brotnar eins og í tilfelli Ingibjargar stað þess að athuga hvort og hvernig hægt sé að laga tækið. Gamli síminn fer á haugana og ruslið safnast upp.Ingibjörg Þórðardóttir kom með síma og spjaldtölvu og sneri alsæl til baka.Vísir/Tryggvi Páll„Þetta er auðvitað bara umhverfismál. Þetta er svo mikið rusl sem kemur úr heiminum af rafmagnsrusli sem er erfitt og dýrt að endurvinna þó að það sé verðmæti í þessu þá er þetta ekki allt að rata rétta leið.“ Markmið Restart Ísland er að reyna að minnka slíkan úrgang og telur Hólmar að margir vanmeti eigin getu til viðgerða. „Þetta er bara eins og þegar amma stagaði í sokkana þegar þeir eru orðnir lélegir, við getum alveg gert ýmislegt sjálf,“ segir Hólmar. Nú þegar tilboð vegna svarts fössara og stafræns mánudags dynja á landsmönnum freistast ef til vill margir til þess að kaupa ný raftæki. Hólmar er hins vegar með skilaboð til landsmanna. „Hugsaðu þetta og ekki bara alltaf láta nýjungagirnina fara með sig. Við þurfum að hugsa um jörðina líka“
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45