Andlát: Benedikt Gunnarsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:36 Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson. Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002. Andlát Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002.
Andlát Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira