Krefjast þess að bærinn kaupi Oddfellowblett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2018 06:15 Hestafólkið og hjónin Konráð Adolphsson og Edda Gunnarsdóttir fengu ekki að byggja íbúðarhús og hesthús á Oddfellowblettnum. Fréttablaðið/Stefán Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira