Golfíþróttin fetar nýjar slóðir Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. nóvember 2018 15:30 Það var létt yfir Tiger og Phil á blaðamannafundi í Las Vegas þar sem þeir svöruðu spurningum blaðamanna í aðdraganda hringsins. vísir/getty Klukkan 20.00 í kvöld munu Phil Mickelson og Tiger Woods, gömlu erkifjendurnir, brjóta blað í sögu golfíþróttarinnar. Þeir munu leika átján holur fyrir sérvalda gesti í Las Vegas og tekur sigurvegarinn heim með sér níu milljónir dollara að leikslokum. Er það meira en kylfingur fær fyrir að vinna öll fjögur risamót ársins og daðrar við upphæðina sem stigahæsti kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni, FedEx-meistarinn, hlýtur í lok tímabilsins. Þá ætti þó ekki að vanta fyrir salti í grautinn enda eru þeir í efstu sætum peningalista PGA-mótaraðarinnar og hafa þeir unnið yfir tvö hundruð milljónir dollara undanfarin 25 ár. Þetta er í fyrsta sinn sem kylfingar í fremstu röð setja upp slíkt einvígi og hafa þeir tilkynnt að þeir muni hafa hljóðnema á sér til að áhorfandinn heima í stofu geti hlustað á hliðarveðmál þeirra á milli. Það hófst strax á fyrsta blaðamannafundi, Phil lagði hundrað þúsund dollara eða rúmlega 12 milljónir íslenskra króna undir að hann myndi fá fugl á fyrstu holu dagsins og Tiger var fljótur að tvöfalda það. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, segir að það sé ekki einsdæmi að kylfingar mætist í einvígjum en að aðdráttaraflið sem þessi leikur hafi sé þó einsdæmi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í fyrsta sinn sem kylfingar mætast í einvígi. Shell stóð fyrir einvígjum fyrir eitthvað um þrjátíu árum en það var ekkert í líkingu við þetta. Það er óhætt að segja að það sé einsdæmi í golfi að þetta sé gert með þessum hætti og með þessu verðlaunafé,“ segir Haukur og heldur áfram: „Verðlaunaféð er nálægt FedEx-stigameistaratitlinum sem þótti svakalegt á sínum tíma. Annar hvor kylfingurinn labbar heim með níu milljónir eftir átján holur. Þetta er skemmtileg leið til að vekja athygli á golfinu þó að þetta sé auðvitað litað af peningunum.“ Phil og Tiger hafa barist um stærstu titla heimsins í yfir tuttugu ár. „Þeir eru búnir að vera að berjast um titla síðan 1996 og það er mikil saga þarna að baki. Þó að það sé hægt að segja að þeir séu komnir af sínu besta skeiði þá unnu þeir báðir mót nýlega og þeir eru báðir ótrúlega góðir enn. Ef þetta tekst vel þá er aldrei að vita nema fremstu kylfingar heims fari að mætast í slíkum einvígjum á næstu árum.“ Sjálfur segist Haukur gera ráð fyrir að fylgjast með. „Ég fylgist eitthvað með þessu en get ekki verið alveg límdur yfir þessu enda ársþing GSÍ snemma daginn eftir,“ segir Haukur sem er ekki lengi að svara hver muni vinna mótið. „Tiger tekur þetta örugglega,“ sagði hann léttur að lokum en mótið verður sýnt á Golfstöðinni. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Klukkan 20.00 í kvöld munu Phil Mickelson og Tiger Woods, gömlu erkifjendurnir, brjóta blað í sögu golfíþróttarinnar. Þeir munu leika átján holur fyrir sérvalda gesti í Las Vegas og tekur sigurvegarinn heim með sér níu milljónir dollara að leikslokum. Er það meira en kylfingur fær fyrir að vinna öll fjögur risamót ársins og daðrar við upphæðina sem stigahæsti kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni, FedEx-meistarinn, hlýtur í lok tímabilsins. Þá ætti þó ekki að vanta fyrir salti í grautinn enda eru þeir í efstu sætum peningalista PGA-mótaraðarinnar og hafa þeir unnið yfir tvö hundruð milljónir dollara undanfarin 25 ár. Þetta er í fyrsta sinn sem kylfingar í fremstu röð setja upp slíkt einvígi og hafa þeir tilkynnt að þeir muni hafa hljóðnema á sér til að áhorfandinn heima í stofu geti hlustað á hliðarveðmál þeirra á milli. Það hófst strax á fyrsta blaðamannafundi, Phil lagði hundrað þúsund dollara eða rúmlega 12 milljónir íslenskra króna undir að hann myndi fá fugl á fyrstu holu dagsins og Tiger var fljótur að tvöfalda það. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, segir að það sé ekki einsdæmi að kylfingar mætist í einvígjum en að aðdráttaraflið sem þessi leikur hafi sé þó einsdæmi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í fyrsta sinn sem kylfingar mætast í einvígi. Shell stóð fyrir einvígjum fyrir eitthvað um þrjátíu árum en það var ekkert í líkingu við þetta. Það er óhætt að segja að það sé einsdæmi í golfi að þetta sé gert með þessum hætti og með þessu verðlaunafé,“ segir Haukur og heldur áfram: „Verðlaunaféð er nálægt FedEx-stigameistaratitlinum sem þótti svakalegt á sínum tíma. Annar hvor kylfingurinn labbar heim með níu milljónir eftir átján holur. Þetta er skemmtileg leið til að vekja athygli á golfinu þó að þetta sé auðvitað litað af peningunum.“ Phil og Tiger hafa barist um stærstu titla heimsins í yfir tuttugu ár. „Þeir eru búnir að vera að berjast um titla síðan 1996 og það er mikil saga þarna að baki. Þó að það sé hægt að segja að þeir séu komnir af sínu besta skeiði þá unnu þeir báðir mót nýlega og þeir eru báðir ótrúlega góðir enn. Ef þetta tekst vel þá er aldrei að vita nema fremstu kylfingar heims fari að mætast í slíkum einvígjum á næstu árum.“ Sjálfur segist Haukur gera ráð fyrir að fylgjast með. „Ég fylgist eitthvað með þessu en get ekki verið alveg límdur yfir þessu enda ársþing GSÍ snemma daginn eftir,“ segir Haukur sem er ekki lengi að svara hver muni vinna mótið. „Tiger tekur þetta örugglega,“ sagði hann léttur að lokum en mótið verður sýnt á Golfstöðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira