Hlýða á Gullfoss í aðdraganda tónleika Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 09:30 Edwige Herchenroder og Andri Björn hafa bæði hlotið verðlaun á hátíðinni Aix-en-Provence. Fréttablaðið/Anton Brink Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira