Besta núvitundin Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Ég rannsakaði skrif um núvitund í nótt, eftir að ég hafði hengt upp Georg Jensen jólaóróana, gúglað skápa í fataherbergið sem er í vinnslu og í leiðinni rekist á spennandi uppskrift að indversku linsu dahl (og þurfti þá að raða í kryddhilluna í leit að túrmerik). Ég sat við tölvuna og var reyndar að byrja á pistli. Skilafresturinn að nálgast en það er lögmál allra skilafresta að þeir framkalla keppniskraft við að teikna plön, flokka og ekki síst við vandaðar rannsóknir á netinu. Nýfundinn tölvupóstur (við tiltekt í pósthólfinu) leiddi til bakgrunnsrannsókna á höfundi póstsins. Á Facebook sá ég að hún borðaði humar í eplarjómasósu í forrétt á aðfangadag 2015. Kannski væri lag að prófa eplarjómasósu? Og af hverju er ristað brauð alltaf skorið í þríhyrning á jólunum? Það gat borgað sig fyrir skrifin að horfa aftur á viðtalið við Heimi Hallgríms hjá Loga. Heimir leggst nefnilega í bað þegar hann er að skipuleggja sig, alveg eins og ég. Ég bjó til nýjan lagalista, skrifin flæða örugglega við Let the River Run og dálítið passandi að kona pikkföst í núvitund noti lag úr Working Girl. Á YouTube rakst ég reyndar líka á uppáhaldssketsana með Monty Python. Hellti upp á Kosta Ríka kaffi sem tendrar fólk til að gera betur í lífinu. Er plastbann leiðin til að gera betur í lífinu? hugsaði ég þá og las mér til um hvort plastið sé raunverulega eitt og sér að eyða heiminum. Netrannsóknir segja að hamingja sé núvitund. Að þessu leyti lifi ég sterkt í núinu, ég geri það sem ég þarf að gera þegar þess þarf. Sterkasta núvitundin er svo þegar skilafresturinn skríður um æðarnar. Og tölvupósturinn sendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun
Ég rannsakaði skrif um núvitund í nótt, eftir að ég hafði hengt upp Georg Jensen jólaóróana, gúglað skápa í fataherbergið sem er í vinnslu og í leiðinni rekist á spennandi uppskrift að indversku linsu dahl (og þurfti þá að raða í kryddhilluna í leit að túrmerik). Ég sat við tölvuna og var reyndar að byrja á pistli. Skilafresturinn að nálgast en það er lögmál allra skilafresta að þeir framkalla keppniskraft við að teikna plön, flokka og ekki síst við vandaðar rannsóknir á netinu. Nýfundinn tölvupóstur (við tiltekt í pósthólfinu) leiddi til bakgrunnsrannsókna á höfundi póstsins. Á Facebook sá ég að hún borðaði humar í eplarjómasósu í forrétt á aðfangadag 2015. Kannski væri lag að prófa eplarjómasósu? Og af hverju er ristað brauð alltaf skorið í þríhyrning á jólunum? Það gat borgað sig fyrir skrifin að horfa aftur á viðtalið við Heimi Hallgríms hjá Loga. Heimir leggst nefnilega í bað þegar hann er að skipuleggja sig, alveg eins og ég. Ég bjó til nýjan lagalista, skrifin flæða örugglega við Let the River Run og dálítið passandi að kona pikkföst í núvitund noti lag úr Working Girl. Á YouTube rakst ég reyndar líka á uppáhaldssketsana með Monty Python. Hellti upp á Kosta Ríka kaffi sem tendrar fólk til að gera betur í lífinu. Er plastbann leiðin til að gera betur í lífinu? hugsaði ég þá og las mér til um hvort plastið sé raunverulega eitt og sér að eyða heiminum. Netrannsóknir segja að hamingja sé núvitund. Að þessu leyti lifi ég sterkt í núinu, ég geri það sem ég þarf að gera þegar þess þarf. Sterkasta núvitundin er svo þegar skilafresturinn skríður um æðarnar. Og tölvupósturinn sendur.