Norðsnjáldri í fjörunni í Höfðavík á Heimaey Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Hausinn á norðsjáldranum var sagaður af. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira