Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
„Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira