Telur litlar líkur á að hamfaragosið sem olli versta ári sögunnar hafi verið á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 20. nóvember 2018 15:00 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Vísir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands, telur litlar líkur á að hamfaragosið mikla árið 536, sem steypti heilu heimsálfunum í myrkur, hafi átt sér stað á Íslandi. Gosin sem fylgdu í kjölfarið, árið 540 og 547, gætu þó mögulega hafa átt sér stað á Íslandi.Greint var frá því í gær að hópur vísindamanna hefði kynnt niðurstöðu rannsóknar sinnar sem benti til þess að öflugt eldgos og farsóttir hafi gert árið 536 að því versta í mannkynssögunni. Vísindamennirnir höfðu við rannsóknir sínar kannað jökul í Sviss og fundið þar öskuagnir sem þeir röktu til vorsins 536. Töldu vísindamennirnir öskuagnirnar svipa til þeirra sem finnast úr eldgosum á Íslandi og lögð því til þá kenningu að gosið mikla árið 536 hefði átt sér stað á Íslandi. Töldu vísindamennirnir að frekari sannanir þyrfti til að staðfesta það með fullri vissu og boðuðu frekari rannsóknir á málinu.Gosið þekkt en ekki vitað hvar það var Ármann segir engin merki um gos af þeirri stærðargráðu árið 536. Hann segir gosið árið 536 enga nýja vitneskju. Fjallað hafi verið um þetta gos í fræðigreinum frá árinu 1981 og eru til samtímaheimildir frá þeim tíma þar sem miklum hörmungum var lýst. Hins vegar hefur vísindamönnum ekki tekist að staðfesta hvar þetta mikla gos átti sér stað.Frá gosinu í Holuhrauni árið 2014.Vísir/GettyÁrmann telur líklegra að um sé að ræða gos sem var nær miðbaug því ummerki um það hafa fundist bæði á Grænlandi og Suðurheimskautslandinu. Hafa því sjónir vísindamanna hingað til beinst að eldfjöllum í Indónesíu og eldfjallsins El Chichón í Mexíkó, ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum. Vísindamennirnir sem kynntu rannsóknir sínar á ráðstefnu í Harvard-háskólanum í Bandaríkjunum í síðustu viku sögðu að gos árið 540 og 547 hafi aukið enn frekar á hörmungarnar á þessum tíma og stuðlað að því sem kallað var hinar myrku miðaldir. Dularfullri þoku er lýst í heimildum frá þessum tíma en talið er að um sé að ræða öskumistur.Ekkert sést í goslögum á Íslandi Ármann segir meiri líkur á að gosin árið 540 og 547 hafi geta átt sér stað á Íslandi en jarðfræðingar á Íslandi hafi þó ekki séð gögnin sem vísindamennirnir ytra eru að vinna með. Því hefur ekki verið hægt að bera saman þessar öskuagnir sem fundust í jöklinum í Sviss og efnasamsetning þeirra liggi ekki fyrir. Ármann bendir á að efnasamsetning ösku frá eldgosum á Íslandi sé mjög sérstæð og því tiltölulega auðvelt að skera úr um það.Frá gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010.Vísir/GettyJarðvegur á Íslandi er þó nokkuð vel rannsakaður en í jarðlögum hans sé ekkert sem bendi til þess að þetta séu gos sem áttu sér stað á Íslandi, það er að segja gosin árið 536, 540 og 547. Ármann segir þó að af fenginni reynslu sé ómögulegt að útiloka nokkurn skapaðan hlut, þó hann telji líkurnar litlar.Alvarlegustu afleiðingar eldgosa Gosið árið 536 varð þess valdandi að öskumistur lagðist yfir Evrópu, Miðausturlöndin og hluta af Asíu. Lá þokan yfir öllum í átján mánuði og varð þess valdandi að geislar sólarinnar náðu ekki í gegn. Var meðal hiti yfir sumarmánuðina í kringum 1,5 til 2,5 gráður, sem leiddi til kaldasta áratugar á 2.300 ára skeiði. Ármann segir að gosið árið 536 hafi fyllt andrúmsloftið af jarðefnum sem mynda hjúp sem gera það að verkum að geislar sólarinnar ná ekki í gegn. Slíka mengun á að hreinsast úr andrúmsloftinu á fimm til tíu árum en gosin árið 540 og 547 hefðu gert það að verkum að hreinsunin tók lengri tíma en venjulegt er. Hann segir að þetta sé það sem vísindamenn hafa ímyndað sér þegar reynt er að teikna upp alvarlegustu afleiðingar eldgosa í heiminum, það eru stór gos hvert á fætur öðru. „Ef við fáum nokkur stór gos í röð þá viðhelst mengunin í andrúmsloftinu með fyrrgreindum afleiðingum. Og menn eru að gera þetta núna með brennslu á öllu þessu eldsneyti.Frá gosinu í Eyjafjallajökli.Vísir/GettyEngin ummerki að sjá í umverfinu Skaftáreldar árið 1783 höfðu mikil áhrif sem gættu um allt norðurhvel jarðar. Öskumistur lagðist yfir alla Evrópu og varð veturinn á eftir afar harður. Ummerkin um Skaftárelda eru augljós en eftir það stendur 25 kílómetra löng gígaröð sem kennd er við Lakagíga. Ármann segir ljóst að ef stórt gos varð á Íslandi líkt og erlendir vísindamenn segjast hafa vísbendingar um þá ættu að ummerkin að hafa sést. Hann bendir þó á að ef samtímaheimildir vantar þá sé erfitt að leita því jöklamyndanir geta haft mikið segja. Síðast þegar Holuhraun kom upp þá gerðist það á svæði sem eru fyrir framan jökla og þau fóru á kaf í set frá jöklinum.Frá Lakagígum.Vísir/GettyÁrmann segir að brennisteinstoppurinn frá gosinu 536, eins og hann sést í lögum jökla, sé miklu minni en sá sem Skaftáreldar skildu eftir sig en hann sé álíka stór og toppurinn sem sést í sumum jöklum vegna gossins í Eldgjá sem hófst árið 934 og stóð yfir í nokkur ár. Eldgjá var sambland af sprengigosi og hraungosi. Sprengigos er eldgos þar sem gjósku- eða gufustrókar þeytast í loft upp en ekkert hraun rennur. Hraungos er með þunnfljótandi bergkviku sem rennur yfir víðáttumikið svæði og myndar oftast helluhraun. „Ef þetta er hraungos ættum við að sjá það væntanlega en maður skal ekki útiloka nokkurn skapaðan hlut. Þetta gos árið 536 er mjög ólíklega frá Íslandi en hin gosin sem eru á eftir gætu verið það.“Telur of mikið gert úr málinu Hann segir að erlendu vísindamennirnir geti sett sig í samband við íslenska jarðfræðinga ef þeir vilja sannfæra sig um hvort niðurstöður þeirra séu í lagi eða ekki. Öðrum kosti senda þeir greinina til birtingar og þá fer hún væntanlega til yfirlestrar á Íslandi. Hann er þeirrar skoðunar að verið sé að gera aðeins of mikið úr málinu. „Því þetta gos árið 536 hefur verið þekkt lengi og afleiðingar þess líka. Allt sem við vitum í þessum skjölum sem við höfum frá þessum tíma. Þessi skjöl eru frá Miðjarðarhafinu, Kína og Japan þar sem talað er um þessi ár. Menn eru búnir að vita það mjög lengi að þetta gos árið 536 hafði mjög slæm áhrif en það er ekki vitað hvaða eldfjall þetta var,“ segir Ármann.Mennirnir eru agnarsmáir þegar standa frammi fyrir ægivaldi náttúrunnar.Vísir/GettyMexíkóska eldfjallið El Chichon hefur þar verið nefnt. Árið 1982 varð þar mikið hamfarakost sem kostaði tvö þúsund manns lífið. Ármann bendir einnig á að reglulega berist fregnir af eldgosum í Indónesíu þar sem er mýgrútur eldfjalla sem eru lítið er vitað um. „En ef þetta er svona stórt gos er þetta væntanlega eldfjall sem hefur ekki hreyft sig mikið síðan.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Versta ár sögunnar mögulega eldgosi á Íslandi að kenna Árið sem um ræðir var verra en 1349 og 1918, að mati vísindamanna. 19. nóvember 2018 16:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands, telur litlar líkur á að hamfaragosið mikla árið 536, sem steypti heilu heimsálfunum í myrkur, hafi átt sér stað á Íslandi. Gosin sem fylgdu í kjölfarið, árið 540 og 547, gætu þó mögulega hafa átt sér stað á Íslandi.Greint var frá því í gær að hópur vísindamanna hefði kynnt niðurstöðu rannsóknar sinnar sem benti til þess að öflugt eldgos og farsóttir hafi gert árið 536 að því versta í mannkynssögunni. Vísindamennirnir höfðu við rannsóknir sínar kannað jökul í Sviss og fundið þar öskuagnir sem þeir röktu til vorsins 536. Töldu vísindamennirnir öskuagnirnar svipa til þeirra sem finnast úr eldgosum á Íslandi og lögð því til þá kenningu að gosið mikla árið 536 hefði átt sér stað á Íslandi. Töldu vísindamennirnir að frekari sannanir þyrfti til að staðfesta það með fullri vissu og boðuðu frekari rannsóknir á málinu.Gosið þekkt en ekki vitað hvar það var Ármann segir engin merki um gos af þeirri stærðargráðu árið 536. Hann segir gosið árið 536 enga nýja vitneskju. Fjallað hafi verið um þetta gos í fræðigreinum frá árinu 1981 og eru til samtímaheimildir frá þeim tíma þar sem miklum hörmungum var lýst. Hins vegar hefur vísindamönnum ekki tekist að staðfesta hvar þetta mikla gos átti sér stað.Frá gosinu í Holuhrauni árið 2014.Vísir/GettyÁrmann telur líklegra að um sé að ræða gos sem var nær miðbaug því ummerki um það hafa fundist bæði á Grænlandi og Suðurheimskautslandinu. Hafa því sjónir vísindamanna hingað til beinst að eldfjöllum í Indónesíu og eldfjallsins El Chichón í Mexíkó, ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum. Vísindamennirnir sem kynntu rannsóknir sínar á ráðstefnu í Harvard-háskólanum í Bandaríkjunum í síðustu viku sögðu að gos árið 540 og 547 hafi aukið enn frekar á hörmungarnar á þessum tíma og stuðlað að því sem kallað var hinar myrku miðaldir. Dularfullri þoku er lýst í heimildum frá þessum tíma en talið er að um sé að ræða öskumistur.Ekkert sést í goslögum á Íslandi Ármann segir meiri líkur á að gosin árið 540 og 547 hafi geta átt sér stað á Íslandi en jarðfræðingar á Íslandi hafi þó ekki séð gögnin sem vísindamennirnir ytra eru að vinna með. Því hefur ekki verið hægt að bera saman þessar öskuagnir sem fundust í jöklinum í Sviss og efnasamsetning þeirra liggi ekki fyrir. Ármann bendir á að efnasamsetning ösku frá eldgosum á Íslandi sé mjög sérstæð og því tiltölulega auðvelt að skera úr um það.Frá gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010.Vísir/GettyJarðvegur á Íslandi er þó nokkuð vel rannsakaður en í jarðlögum hans sé ekkert sem bendi til þess að þetta séu gos sem áttu sér stað á Íslandi, það er að segja gosin árið 536, 540 og 547. Ármann segir þó að af fenginni reynslu sé ómögulegt að útiloka nokkurn skapaðan hlut, þó hann telji líkurnar litlar.Alvarlegustu afleiðingar eldgosa Gosið árið 536 varð þess valdandi að öskumistur lagðist yfir Evrópu, Miðausturlöndin og hluta af Asíu. Lá þokan yfir öllum í átján mánuði og varð þess valdandi að geislar sólarinnar náðu ekki í gegn. Var meðal hiti yfir sumarmánuðina í kringum 1,5 til 2,5 gráður, sem leiddi til kaldasta áratugar á 2.300 ára skeiði. Ármann segir að gosið árið 536 hafi fyllt andrúmsloftið af jarðefnum sem mynda hjúp sem gera það að verkum að geislar sólarinnar ná ekki í gegn. Slíka mengun á að hreinsast úr andrúmsloftinu á fimm til tíu árum en gosin árið 540 og 547 hefðu gert það að verkum að hreinsunin tók lengri tíma en venjulegt er. Hann segir að þetta sé það sem vísindamenn hafa ímyndað sér þegar reynt er að teikna upp alvarlegustu afleiðingar eldgosa í heiminum, það eru stór gos hvert á fætur öðru. „Ef við fáum nokkur stór gos í röð þá viðhelst mengunin í andrúmsloftinu með fyrrgreindum afleiðingum. Og menn eru að gera þetta núna með brennslu á öllu þessu eldsneyti.Frá gosinu í Eyjafjallajökli.Vísir/GettyEngin ummerki að sjá í umverfinu Skaftáreldar árið 1783 höfðu mikil áhrif sem gættu um allt norðurhvel jarðar. Öskumistur lagðist yfir alla Evrópu og varð veturinn á eftir afar harður. Ummerkin um Skaftárelda eru augljós en eftir það stendur 25 kílómetra löng gígaröð sem kennd er við Lakagíga. Ármann segir ljóst að ef stórt gos varð á Íslandi líkt og erlendir vísindamenn segjast hafa vísbendingar um þá ættu að ummerkin að hafa sést. Hann bendir þó á að ef samtímaheimildir vantar þá sé erfitt að leita því jöklamyndanir geta haft mikið segja. Síðast þegar Holuhraun kom upp þá gerðist það á svæði sem eru fyrir framan jökla og þau fóru á kaf í set frá jöklinum.Frá Lakagígum.Vísir/GettyÁrmann segir að brennisteinstoppurinn frá gosinu 536, eins og hann sést í lögum jökla, sé miklu minni en sá sem Skaftáreldar skildu eftir sig en hann sé álíka stór og toppurinn sem sést í sumum jöklum vegna gossins í Eldgjá sem hófst árið 934 og stóð yfir í nokkur ár. Eldgjá var sambland af sprengigosi og hraungosi. Sprengigos er eldgos þar sem gjósku- eða gufustrókar þeytast í loft upp en ekkert hraun rennur. Hraungos er með þunnfljótandi bergkviku sem rennur yfir víðáttumikið svæði og myndar oftast helluhraun. „Ef þetta er hraungos ættum við að sjá það væntanlega en maður skal ekki útiloka nokkurn skapaðan hlut. Þetta gos árið 536 er mjög ólíklega frá Íslandi en hin gosin sem eru á eftir gætu verið það.“Telur of mikið gert úr málinu Hann segir að erlendu vísindamennirnir geti sett sig í samband við íslenska jarðfræðinga ef þeir vilja sannfæra sig um hvort niðurstöður þeirra séu í lagi eða ekki. Öðrum kosti senda þeir greinina til birtingar og þá fer hún væntanlega til yfirlestrar á Íslandi. Hann er þeirrar skoðunar að verið sé að gera aðeins of mikið úr málinu. „Því þetta gos árið 536 hefur verið þekkt lengi og afleiðingar þess líka. Allt sem við vitum í þessum skjölum sem við höfum frá þessum tíma. Þessi skjöl eru frá Miðjarðarhafinu, Kína og Japan þar sem talað er um þessi ár. Menn eru búnir að vita það mjög lengi að þetta gos árið 536 hafði mjög slæm áhrif en það er ekki vitað hvaða eldfjall þetta var,“ segir Ármann.Mennirnir eru agnarsmáir þegar standa frammi fyrir ægivaldi náttúrunnar.Vísir/GettyMexíkóska eldfjallið El Chichon hefur þar verið nefnt. Árið 1982 varð þar mikið hamfarakost sem kostaði tvö þúsund manns lífið. Ármann bendir einnig á að reglulega berist fregnir af eldgosum í Indónesíu þar sem er mýgrútur eldfjalla sem eru lítið er vitað um. „En ef þetta er svona stórt gos er þetta væntanlega eldfjall sem hefur ekki hreyft sig mikið síðan.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Versta ár sögunnar mögulega eldgosi á Íslandi að kenna Árið sem um ræðir var verra en 1349 og 1918, að mati vísindamanna. 19. nóvember 2018 16:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Versta ár sögunnar mögulega eldgosi á Íslandi að kenna Árið sem um ræðir var verra en 1349 og 1918, að mati vísindamanna. 19. nóvember 2018 16:15